Author Topic: camaro  (Read 2255 times)

Offline paul

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 9
    • View Profile
camaro
« on: September 01, 2008, 21:55:56 »
´góða kvöldið.kunningi minn er að bjóða mér camaro z28 árg 95 með 5.7 og leðri og bara sæmilegasta bíl ,hef ekki séð hann,en hann er skráður tjónabíll...hvaða verð væri skinsamlegt að vera að tala um

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: camaro
« Reply #1 on: September 01, 2008, 22:37:35 »
Svolítið vont að segja þar sem upplýsingarnar eru ekki á marga fiska. Þó hann sé skráður tjónabíll þá er það ekkert sem ætti að hindra þig, þ.e. ef að vel hefur verið staðið að viðgerð á þessu tjóni. Myndi mæla með að þú fengir þér einhvern reyndan í að skoða bílinn fyrir þig, nú eða fara með hann í söluskoðun. En komdu endilega með frekari upplýsingar, hvort að eitthvað sé búið að gera mikið fyrir hann upp á síðkastið, skiptingarvesen á þessum bílum eru líka fræg. Komdu með mynd af gripnum eða bílnúmer.  :wink:

Algeng verð fyrir svona bíla í dag er frá 600 þúsund til 1.000.000.
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Árni Elfar

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 321
    • View Profile
Re: camaro
« Reply #2 on: September 01, 2008, 23:49:49 »
´góða kvöldið.kunningi minn er að bjóða mér camaro z28 árg 95 með 5.7 og leðri og bara sæmilegasta bíl ,hef ekki séð hann,en hann er skráður tjónabíll...hvaða verð væri skinsamlegt að vera að tala um

Það er búið að hræða alveg ótrúlega marga í sambandi við þetta "skráður tjónabíll".....jújú stundum ástæða til.
EN
Bíllinn þarf ekkert að hafa lent í td slæmum árekstri til að hafa "tjónabíla"-stimpilinn eftir erlendum gögnum.
Ég átti einmitt hvítann 95-96 Camaro sem var skráð tjónabifreið, sem Biggi á Selfossi flutti inn fyrir mörgum árum. Bíllinn hafði verið strippaður úti, hurðum ofl stolið, þannig kom hann heim og hlaut því stimpilinn "Tjónabifreið"....semsagt skráð örugglega "theft recovery" á titlinum.

Bara skoða vel og gera svo tilboð :wink:
Gangi þér vel.
Árni J.Elfar.

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Re: camaro
« Reply #3 on: September 02, 2008, 00:04:13 »
Hvað er nr á þessum bíl hjá þér?
Geir Harrysson #805