Sælir félagar !
Hef verið spurður að því all oft undanfarið hversvegna ég sé ekki að keppa í sumar, og svar mitt er einfaldlega
að á meðan það tekur 4-5 klukkutíma frá því maður "á" að mæta á svæðið og þar til að keppni yfirleitt
hefst (ef maður er heppinn) þá einfaldlega nenni ég ekki að eyða tíma mínum í þetta ! að vera heilan laugardag
frá 9-10 og til 17-18 á daginn fyrir nokkur rönn er bara engan vegin að fúnkera
Fór á keppni erlendis og þar flæddu bílar um brautina og allt var eftir klukkuni ! þ.e.a.s ef þú varst ekki mættur á
réttum tíma þá einfaldlega varstu bara ekki með "án undantekninga"
Haugur af bílum allt frá drasli uppí þotuhreyfla apparöt en sammt tók keppnin 4 tíma frá því að komið var á svæði og
ekið aftur burt af því !
þetta vantar algjörlega uppá hér því ég veit um aðra en mig sem hafa bara ekki þann lúxus að geta "eytt" heilum degi í hangs.
Hvað þarf til að keppi hér heima geti gengið án þess að það taki daginn í að starta draslinu í gang ?
Kveðja Brynjar Smári