Author Topic: Einn Appelsínugulrauður af suðurnesjum  (Read 2945 times)

Offline Raggi-

  • In the pit
  • **
  • Posts: 60
    • View Profile
Einn Appelsínugulrauður af suðurnesjum
« on: August 07, 2008, 21:09:31 »
Já ég sagði Appelsínugulrauður, Ég var að rifja upp gamla sögu, ég man eftir manni sem heitir Garðar, var oft kallaður Gæi, voðalegur bílagrúskari og bjó lengi vel á suðurnesjum. Hann eignaðist eitt sinn eitt stk gamlan amerískan eðalkagga sem var grafinn upp úr einhverjum móa eða sveit eftir að hafa staðið þar svolitla stund. Nema hvað að hann endursmíðaði bifreið þessa algerlega frá grunni nánast, og gerði úr þennan fína kagga sem var í þessum ekta gullfallega kaggalit svona appelsínugulur en samt svo rauður eitthvað, gljáandi fínn allavega og hann vann einhver verðlaun veit ég fyrir fallegt smíðað ökutæki og fleira held ég. það leiðinlega við þessa sögu er að ég veit ekkert um tegund bifreiðarinnar, árgerð eða hvenær endursmíðin fór fram. Hinsvegar veit ég að Garðar (Gæi) átti tvöfaldan bílskúr með gryfju hægra megin, staðsettan í miðbæ Keflavíkur og var þessi bílskúr almenn snyrtilegur og mikið notaður. Og Garðar þessi tók þátt í Kvartmílunni og fleiru slíkum greinum, jafnvel á öðrum bílum. Ég veit að þetta er langsótt en  einhver þarna úti á klakanum sem kannast við þessa sögu eða svipaða og vildi mögulega deila með mér og öðrum?
Myndir og aðrar hugdettur.
Ragnar G. Jónsson
Subaru Legacy Wagon '98 2.0
Daihatsu Sirion '98 1.0 12v
Nissan Vanette Cargo '00 2.3 Diesel

Áður:
10x Daihatsu - 1x Nissan - 1x BMW
1x MMC - 1x Toyota - 1x Ford

Offline Óli Ingi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 477
    • View Profile
Re: Einn Appelsínugulrauður af suðurnesjum
« Reply #1 on: August 07, 2008, 22:27:21 »
Er það nokkuð Road Runner Garðar
Chevrolet Camaro 73 Z28
Chevrolet Vega 71


Ólafur Ingi Þorgrímsson

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Einn Appelsínugulrauður af suðurnesjum
« Reply #2 on: August 07, 2008, 22:44:19 »
Já þetta er bíllinn sem þú leitar að Raggi,Gæi á hann enn.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Raggi-

  • In the pit
  • **
  • Posts: 60
    • View Profile
Re: Einn Appelsínugulrauður af suðurnesjum
« Reply #3 on: August 08, 2008, 10:37:55 »
er einhver sem kann nákvæmari sögu af þessum bíl og veit jafnvel hvar hann er staðsettur?
Ragnar G. Jónsson
Subaru Legacy Wagon '98 2.0
Daihatsu Sirion '98 1.0 12v
Nissan Vanette Cargo '00 2.3 Diesel

Áður:
10x Daihatsu - 1x Nissan - 1x BMW
1x MMC - 1x Toyota - 1x Ford

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Einn Appelsínugulrauður af suðurnesjum
« Reply #4 on: August 08, 2008, 14:59:24 »
Hann er í Hafnarfirði hjá Gæja inn í skúr kominn í hann ný vél og margt annað hrikalega flott stöff hitti Gæja fyrir hálfum mánuði þá sagði hann mér að hann ætlaði jafnvel að prófa bíllinn núna um helgina en síðan hef ég ekkert frétt.En bíllinn er enn glæsilegur og verður örugglega öflugur.Kv Árni Kjartans
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.