Author Topic: Toyota Hilux ´93 til sölu. Fer á 270 þús  (Read 1915 times)

Offline Ivar H.

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 27
    • View Profile
Toyota Hilux ´93 til sölu. Fer á 270 þús
« on: July 31, 2008, 00:51:57 »
Til sölu

Toyota Hilux Extra cap (ameríkutýpa)
Árgerð: 1993
Ekinn: 149.xxx þús mílur

Vél: V6 3 ltr.
SJÁLFSKIPTUR
Bensín
Skoðaður 09

Aukabúnaður/ þægindi
•   Filmur
•   Geislaspilari
•   Búið að setja Pioneer hátalara í hliðar afturí
•   Hella Kastarar – Rallye 3000
•   Þokukastarar
•   Sér takkar fyrir hvort kastaraparið fyrir sig
•   Góð kastaragrind með sérstakri hlífðarpönnu (fyrir off road ferðir)
•   Pallhús fylgir, stórt pallhús.
•   Rafmagnstengi í pallinum (stöðugur straumur og líka straumur sem kemur á ljós)
•   CB loftnet er á bílnum en ekki er búið að tengja það (fylgir ekki cb talstöð)
•   Pallurinn er plastaður að innan
•   Breyttur fyrir 33” en væri ekkert stórmál held ég að koma 35” dekkjum undir.
•   Búinn að setja keðjur á drullusokkana að aftan svo þeir rekist ekki í dekkin í snjónum.
•   2,5” púst

Viðhald/umhirða
•   Dekrað við skiptinguna fyrir rétt rúmum 3 þús mílum (skipt um vökva og síu)
•   Skipt á öllum drifum og kössum (olíu) fyrir um 5 þús m. síðan
•   Fylgir með sett af bremsuborðum að aftan
•   Ætlaði mér að skipta um tímareim fyrir nokkru síðan en Toyota sagði að það væri um 80 þús síðan það hefði verið gert þannig að ég lét það vera. Ný tímareim fylgir óopnuð í umbúðunum
•   Fór með hann í stillingu í des.
•   ný dekk undir honum
o   33” Dick Cepek FC/II dekk, míkróskorin í drasl – andvirði yfir 100 þús
o   Get latið fylgja 35” gang nokkuð slitin (fín sumardekk)
o   Og gang af 33” dekkjum – tilvalin sumardekk
•   Nýlega smurður
•   Ný Bensínsía
•   Nýtt kveikjulok
•   Nýr kveikjuhamar
•   Nýr súrefnisskynjari í pústi
•   Fór með hann á verkstæði til að yfirfara hann, eina sem sett var útá var súrefnisskynjarinn sem búið er að skipta um.
•   Nýtt púst (allt frá skynjara og út ss. nýr hljóðkútur)


Um bílinn
Ég keypti bílinn í nóvember 2006 og er hann búinn að reynast mér mjög vel. Notaði hann í veiðar og svo smá að leika mér í torfærum.
Ég veit ekki mikið um forsögu bílsins, hef samt hitt einn af fyrri eigendum og hann notaði hann sem hjólabíl mikið og var rosalega hrifinn af honum. Þetta er þá tilvalið sem hjólabíll/fyrir sleðann/ veiðibíll/torfærubíll eða bara hvað sem er fyrir þá sem vilja looka vel.

Hvað má betur fara?
Það er ókosturinn við Hiluxa að skúffan á pallinum vill oft verða slöpp með árunum (Hilux veikin).
Aðeins er farið að sjá á boddyi, en það kemur nú í rauninni ekkert á óvart miða við aldur og fyrri störf.

Hvað kostar græjan?

Gangverðið á bílasölum á svona bílum rokkar frá 250 – 400.

Á bílnum eru eins og ég sagði glæný dekk uppá 100 þús. Verðið sem ég set á hann er 270 þúsund og læt ég þá fylgja:

•   auka gang af 33” dekkjum,BFgoodrich (góð sumardekk),
•   gang af 35” dekkjum (nokkuð slitin),
•   bremsuborðar að aftan,
•   tímareim
•   pallhús
•   Kastararnir að framan geta líka fylgt með ef þess er óskað.
•   Kastaragrindin
•   Var að skipta um pinjónpakkdós í afturdrifinu þannig að það er glæný olía á því.

Getið haft samskipti með:

•   Einkapósti
•   Síma – 8667284 (Ívar)
•   E-mail : ivarh@brimborg.is

Mæli með að senda mér email þar sem ég kíki á það mjög reglulega yfir daginn, en sjaldnar á einkapóst.

Hef ekki mikinn áhuga á skiptum en endilega bjoða mér og í versta falli þá neita ég.