Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Tímar

<< < (2/2)

Harry þór:
Hæ. Hvar skildi þessi X-Ray hafi verið í dag. 40 mínútum eftir keppni heimtar hann tíma á netið.Skildi þessi njóli nokkurtíma hafi komið uppá braut og lyft litla fingri :evil:.Það eru alveg ótrúlega margir í þessum klúbb sem aldrei gera handtak. þá meina ég ekki bara þessir ungu cherrios drengir heldur líka hinir sem hafa verið þarna lengi og eru ekki keppendur í dag. Þið þarna sem hafið að vera keppa gegnum tíðina og vitið og kunnið á þetta komið og hjálpið til. Þetta er allt að koma - það eru komin tímaskilti -það er komið rafmagn - það er kominn vegur - en það vantar staff.

mbk Harry

Danni Málari:
Ég tekur undir þetta með að hjálpa til, það er ekkert mál þó maður sé að keppa að hjálpa aðeins til í stað þess að bíða bara niðrí pitt og pirrast yfir að hlutirnir gangi ekki nógu hratt.
Ef það væru til dæmis tveir menn í viðbót uppí turn væri auðveldlega hægt að keyra æfingar eftir tímatökur meðan verið er að raða í flokkana, væri sérstaklega fínt fyrir áhorfendur.

Annars gekk þetta merkilega vel í gær sérstaklega í ljósi þess að Valli, Baldur, Arnar og Inga (nánast allt vanalega crewið) voru ekki á svæðinu.

Bíð spenntur eftir stigunum frá Valla. Væri líka vel þegið ef einhver gæti bent mér á hvernig þessi stig eru reiknuð út.

Einar K. Möller:
Stigin mættu nú alveg fara að koma....hmm... Valli  :wink:

Annars er stigagjöfin svona Danni: http://www.kvartmila.is/wiki/images/a/a5/IHRA_Stigagjof.doc

Danni Málari:

--- Quote from: Einar K. Möller on July 28, 2008, 15:03:23 ---Stigin mættu nú alveg fara að koma....hmm... Valli  :wink:

Annars er stigagjöfin svona Danni: http://www.kvartmila.is/wiki/images/a/a5/IHRA_Stigagjof.doc

--- End quote ---

Takk fyrir það. Á ég þá að vera að skoða síðustu stigatöfluna í þessu skjali? Ég hélt það væru gefin stig fyrir besta tíma í tímatökum og fyrir íslandsmet líka, er það bara rugl?

baldur:
Við förum eftir professional classes stigagjöfinni.

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version