Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

FRESTUN Á KEPPNI!

<< < (8/8)

Kiddi J:
Sælir

Ég var settur sem svokallaður ,, Pittstjóri´´ á laugardeginum umtalaða.

Eftirfarandi uppröðun fékk ég á blaði frá keppnistjóra.

Kristján (Stakur v/besta tíma í tímatökum)
vs.
xxxxxx

Þórður
vs.
Leifur

Grétar
vs.
Stefán

Pælingarnar sem ég sé út úr þessu.

1. Þegar keppnisstjórn tekur ákvörðun um að veita keppanda (bye) s.s. að hann fari sjálfkrafa áfram í næstu umferð, þá skal sú ákvörðun standa eftir að keppni er hafin. (Bye) var ekki veitt.

2. Þegar keppnistjórn tekur ákvörðun um að keppandi skuli fara stakur, þá skal hann fara eina staðfestingarferð til að komast í næstu umferð. Þessi aðferð virðist tíðkast annarstaðar úti í heimi. FIA, NHRA, að því sem ég best veit.

Ég fer og tala við alla keppendur í OF, reyndar var eithvað rugl með Stefán, eins og áður hefur komið fram, en þvi var kippt í liðinn áður en keppni hófst. Ég tjái Kristjáni að hann fari stakur eftir ferðina hjá Grétari og Stefáni. Kristján nær ekki að fara ferðina stakur.

Keppni frestað til morguns, og ákveðið að halda áfram frá þeim punkti að keppni var lokið. 

Þar sem að keppni er hafin, tel ég að það hafi verið óréttmætt gagnvart öðrum keppendum að breyta uppröðun keppnistækja eftir það.  Kristján hefði átt rétt að fara stakur í sína staðfestingarferð til þess að komast í næstu umferð á sunnudeginum.

Keppni er hafin og því allar breytingar á uppröðun óréttmætar.

En þetta er bara mín skoðun á málinu.

Og ég vona bara að þú hættir ekki Kristján og mætir galvaskur á næstu keppni, því að fólkið borgar til þess að sjá OF græjurnar.

Dodge:
Ef hann situr hjá vegna besta tíma í tímatöku þá þarf hann ekki staðfestingarferð eftir því sem ég best veit,

1966 Charger:
Well..... berum í bakkafullan lækinn:  Ég held að úrskurðurinn muni falla Stjána í hag; fyrst og fremst vegna þess að keppinautur hans yfirgaf keppnissvæðið áður en keppni var frestað.  Ákvörðun keppnisstjórnar um uppröðun þar sem Stígs er hvergi getið hefur minna vægi en endurspeglar bara vitneskju keppnisstjórnar um afdrif Stígs.

Reyndar sé ég það svo að falli úrskurður frænda mínum í hag þá gæti hann komið með viðgerðan bílinn á brautina og orðið skæður.

Góðar stundir

Ragnar

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version