Author Topic: Gengur ekki á öllum, hvað er að???  (Read 2915 times)

Offline KiddiJeep

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Gengur ekki á öllum, hvað er að???
« on: July 18, 2008, 22:16:24 »
Sælir
Ég er hérna með Wrangler, 4.0 línu sexa í honum. Ég fékk þessa vél af partasölu og setti í, en vandamálið er að hún gengur ekki á fjórða sílender. Vélin sem var í honum gekk fínt og það er sama kveikjan í honum, allt frá kveikjubotni út í þræði. Kertin eru ný. Neistinn er góður og kertið er bensínblautt, þjappan mældist um 130 psi sem er svipað og hinir sílendrarnir. Samt gerist bara ekki neitt á þessum sílender. Ef ég kippi þræðinum af kertinu þá breytist gangurinn alls ekki neitt, það er bara sami sláttuvélargangurinn sem áður... það er bein innspýting í þessu, einn spíss á hvern sílender.
Getur verið að ventill sé fastur, nú er þetta mótor sem er búinn að standa eitthvað...???
Kristinn Magnússon.

Offline BMG

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 11
    • View Profile
Re: Gengur ekki á öllum, hvað er að???
« Reply #1 on: July 18, 2008, 22:29:32 »
prufaðu að víxla tveim kertum til að útiloka að kertið sé ónýtt, stundum virka kertin ekki undir þrýsting.
Efast um að ventill sé fastur, það myndi eitthvað gefa sig.
Bjarni Már

Offline KiddiJeep

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Re: Gengur ekki á öllum, hvað er að???
« Reply #2 on: July 18, 2008, 23:03:53 »
Hann lét svona í gærkvöldi, þá voru eldri kerti í honum, samt ekkert mjög gömul. Í dag setti ég ný eftir að hafa gengið úr skugga um að hann væri að þjappa og ekkert breyttist :(
Kristinn Magnússon.

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: Gengur ekki á öllum, hvað er að???
« Reply #3 on: July 19, 2008, 00:22:00 »
kvað bensinsiuna búinn að skipta um hana  :mrgreen:
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Re: Gengur ekki á öllum, hvað er að???
« Reply #4 on: July 19, 2008, 02:28:50 »
Er ekki spíss á nr. 4 bara eitthvað bilaður, eða notaðir þú innspítinguna og það kerfi úr gömlu vélinni?
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Gizmo

  • Guest
Re: Gengur ekki á öllum, hvað er að???
« Reply #5 on: July 22, 2008, 12:09:52 »
Ef þú ert pottþéttur á að það komi neisti, og spíssinn er að gefa þá myndi ég veðja á soggreinarpakkningu, en þá ætti hann reyndar að byrja að ganga á þessum cyl við meiri snúning ss 2-3000 rpm.

Offline Grill

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 193
    • View Profile
Re: Gengur ekki á öllum, hvað er að???
« Reply #6 on: July 22, 2008, 19:50:26 »
ertu pottþéttur á að það sé engin hætta á að þú hafir víxlað kertaþráðum?
Hallmar H.