Sælir
Ég er hérna með Wrangler, 4.0 línu sexa í honum. Ég fékk þessa vél af partasölu og setti í, en vandamálið er að hún gengur ekki á fjórða sílender. Vélin sem var í honum gekk fínt og það er sama kveikjan í honum, allt frá kveikjubotni út í þræði. Kertin eru ný. Neistinn er góður og kertið er bensínblautt, þjappan mældist um 130 psi sem er svipað og hinir sílendrarnir. Samt gerist bara ekki neitt á þessum sílender. Ef ég kippi þræðinum af kertinu þá breytist gangurinn alls ekki neitt, það er bara sami sláttuvélargangurinn sem áður... það er bein innspýting í þessu, einn spíss á hvern sílender.
Getur verið að ventill sé fastur, nú er þetta mótor sem er búinn að standa eitthvað...???