Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Camaro Z28 árg. 1985 / fnr. KG-203 (Hella og nágreni)
Stefán Hjalti:
Er að leita að bíl sem ég átti fyrir um 15 árum síðan. Síðast sá ég bílinn fyrir um 4 árum síðan þar sem hann stóð nálægt Hamrabrog í Kópavogi en þá var hann ekki falur. Síðan var bíllinn sendur í geymslu nálægt Hellu en þar skipti bíllinn um eigendur. Skv. skráðum eiganda þá seldi hann bílinn til einhvers sem bjó þá nálægt Hellu. Camaroinn var með V8 305, beinskiptur og hvítur að lit og farinn að láta á sjá.
Ég hef áhuga á að eignast bílinn aftur sé hann ennþá ofan jarðar og til sölu. Því væri gaman ef einhver veit hvar bíllinn er niðurkominn.
Stefán
S:6900454
Moli:
Núverandi skráður eigandi er búsett á Raufarhöfn/dreifbýli, búinn að vera það síðan 1999. Gætir svosem tekið upp síman og hreingt og kannað málið.
Eigendaferill
16.06.1999 Ragnhildur Þorgeirsdóttir Höskuldarnes
14.09.1998 Erling Örn Magnússon Dvergabakki 26
05.05.1997 Ragnheiður Lúðvíksdóttir Vatnsholt 1a
07.04.1997 Högni Jökull Gunnarsson Glæsibær 18
28.10.1996 Baldvina Karen Gísladóttir Fífuvellir 11
22.03.1996 Brynjar Ólafsson Garðbraut 81
01.02.1996 Högni Jökull Gunnarsson Glæsibær 18
19.09.1995 Gísli Þór Þorkelsson Vættaborgir 2
12.09.1991 Stefán Hjalti Helgason Látraströnd 1
28.02.1991 Donald L. Rodd E5-N Keflav Flv
Stefán Hjalti:
Sæll Moli
Ég er búinn að hafa samband við hana á Raufarhöfn sem er skráður eigandi en sonur hennar seldi einmitt bílinn til einhvers nálægt Hellu en veit ekki hver það var. Bíllinn hefur ekki verið skráður á nýjan eiganda þarmeð er ljóst að hann hefur ekki verið á skrá og spurning hvort bíllinn sé til enn í dag. En takk fyrir samt.
Stefán Hjalti:
Hér er einmitt mynd af bílnum sem tekin hefur verið á býlasýningu KK sem haldin var í ráðhúsinu á sínum tíma.
http://www.bilavefur.net/album/displayimage.php?album=114&pos=17
Gustur RS:
Sæll
Þessi bíll er ekki til lengur, ég keypti hann af stráknum (Höskuldi) á Hellu og reif hann.
Bíllinn var með t-5 gírkassa og 305 vél, og þessar felgur eru meira að segja undir firebird sem ég seldi núna fyrr í sumar.
Bíllinn var í mjög lélegu ástandi, og eftir að ég borgaði bíllinn var ekki hægt að ná í eigandann til þess að fá hann skráðann yfir á mig,
svo hann var rifinn.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version