VÁÁ.... hingað til hafa menn verið að rífast yfir að ekki sé nó um að vera í íslensku mótorsporti og svo þegar hjólin fara að snúast og fólk þarf að velja þá er það ekki eins og það vill hafa það.
Við skulum ekki gleyma því að sum okkar eru með fleiri en eitt áhugamál, mér finnst road race eitt af því sem ég myndi vilja stunda á braut hér heima þar hafa æfingar verið á sama tíma og æfingar kk, ég er að keppa í kvartmílu ég hef áhuga á krossinu og viti menn stundum skarast þetta á og ég þarf að velja, ég get bara ekki gert þá kröfu að félögin skipuleggi sitt starf algerlega eftir því hvað ég vil.
Öndum með nefinu og verrum þakklát fyrir að það er mikið að gerast þó við getum ekki sjálf verið allstaðar.
Ég er ekki með persónulegar árásir á einn né neinn en verum nú raunsæ, mótorsport á undir högg að sækja og verum ekki með skítkast okkar á milli.