Datt í hug að skella inn því sem föndrað var í Kópavoginum um helgina þegar settar voru saman 2 Windsor vélar með hjálp meistaranna miklu Aua bólstrara og Bigga Falcon. Þetta var annarsvegar 408cid stroker vél sem fer í ´70 Mustang Mach-1 hjá Leon og hinsvegar 351W (boruð í .030) sem fer í ´68 Mustangin hjá mér.
Leon er með ´71 Windsor blokk, boruð í .030 með 408cid stroker kitti.
Hertur Scat Sveifarás
Hertar Scat H-beam Stangir
Hertir Probe stimplar
AFR álhedd með 58cc sprengirými
Crane Cams Solid Rúllu knastás, 242/248, @ .50 (man ekki lift)
Comp Cams 1.6 Rúllu Rokkerarma
Weiand Stealth álmillihedd
Holley 830cfm blöndung
ARP boltar/studdar í öllu.
Hooker super competition keramic húðaðar flækjur
March performance pulley kit,
Póleraður alternator og vökvastýrisdæla líka frá MARCH performance.
High volume olíudælu.
Canton racing olíupönnu.
MSD kveikju, og 6-AL box.
....og helling af fleiru fíneríi sem ég hreinlega nenni ekki að telja upp

Búið að þrífa, mála hjá Leon og gera klárt.

Gotterí sem bíður eftir að komast í blokkina.

Stimplarnir að skríða í.

Kjallarinn kominn í, ásamt vatnsdælu og MARCH performance "pulley" kitti.



AFR álheddin kominn á sinn stað.

Undirlyfturnar á sinn stað.

Fjandi myndarlegur rokkur.

Notuðum tækifærið og skelltum minni vél saman líka. Þetta er ´69 Windsor blokk, svo gott sem standard mótor sem var sundurtekinn en er boraður í .030 með vel portuð hedd, I-beam stangir, Crane rúllu rocker örmum (þegar ég fæ þá.. haaa Heimir

) nýlega renndum sveifarás, volgum Crane knastás (216/228 @ .050) Vantar ennþá blöndung, flækjur ofl. Kemur við betra tækifæri enda fer þetta ekkert í bílinn fyrr en nk. vor. Á eftir að taka bílinn aðeins í gegn líka, sprauta vélarsal ofl.




