Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

408 stroker og 351W

(1/4) > >>

Moli:
Datt í hug að skella inn því sem föndrað var í Kópavoginum um helgina þegar settar voru saman 2 Windsor vélar með hjálp meistaranna miklu Aua bólstrara og Bigga Falcon. Þetta var annarsvegar 408cid stroker vél sem fer í ´70 Mustang Mach-1 hjá Leon og hinsvegar 351W (boruð í .030) sem fer í ´68 Mustangin hjá mér.

Leon er með ´71 Windsor blokk, boruð í .030 með 408cid stroker kitti.
Hertur Scat Sveifarás
Hertar Scat H-beam Stangir
Hertir Probe stimplar
AFR álhedd með 58cc sprengirými
Crane Cams Solid Rúllu knastás, 242/248, @ .50 (man ekki lift)
Comp Cams 1.6 Rúllu Rokkerarma
Weiand Stealth álmillihedd
Holley 830cfm blöndung
ARP boltar/studdar í öllu.
Hooker super competition keramic húðaðar flækjur
March performance pulley kit,
Póleraður alternator og vökvastýrisdæla líka frá MARCH performance.
High volume olíudælu.
Canton racing olíupönnu.
MSD kveikju, og 6-AL box.

....og helling af fleiru fíneríi sem ég hreinlega nenni ekki að telja upp 8)


Búið að þrífa, mála hjá Leon og gera klárt.


Gotterí sem bíður eftir að komast í blokkina.


Stimplarnir að skríða í.


Kjallarinn kominn í, ásamt vatnsdælu og MARCH performance "pulley" kitti.




AFR álheddin kominn á sinn stað.


Undirlyfturnar á sinn stað.


Fjandi myndarlegur rokkur.



Notuðum tækifærið og skelltum minni vél saman líka. Þetta er ´69 Windsor blokk, svo gott sem standard mótor sem var sundurtekinn en er boraður í .030 með vel portuð hedd, I-beam stangir, Crane rúllu rocker örmum (þegar ég fæ þá.. haaa Heimir :lol: ) nýlega renndum sveifarás, volgum Crane knastás (216/228 @ .050) Vantar ennþá blöndung, flækjur ofl. Kemur við betra tækifæri enda fer þetta ekkert í bílinn fyrr en nk. vor. Á eftir að taka bílinn aðeins í gegn líka, sprauta vélarsal ofl. 8)




Kiddi:
Flott dót =D>

Gunnar M Ólafsson:
Til hamingju með þettað strákar. Flottir :D

Maverick70:
hahaha glæsilegir strákar, já maggi minn armarnir bíða eftir þér dúlli, og þess má get að windsorin hjá magga er að þjappa 10,6 og virkaði mjöög vel

GTA:
Flott, gaman að sjá þegar þetta verður komið í bílana.
Sést þarna í sætin í GTA bílinn hjá mér, verið að skipta út brúna litnum í svart...........

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version