Kvartmílan > Aðstoð
MSDgúrú eða klár bílarafvirki óskast í smá vinnu
1965 Chevy II:
Halló :roll: það kemur enginn neisti,kveikjukerfið er ekki bensíndrifið. :P
gstuning:
sveiflusjá á kveikjumerkið og bókað bing bara búmm ekkert að koma þaðann
Dodge:
Það væri gott start að fá að vita hvernig box þú ert með?
firebird400:
Þetta er splunkunýtt MSD Digital 6 Plus sem ég skipti út fyrir annað slíkt, hélt að ég væri búinn að einangra þetta við boxið og keypti annað :mad:
Þannig að ég á orðið tvö góð Digital 6 Plus box bara svona ef einhverjum vantar fínt dót :wink:
Kertin eru eins og allt annað þarna splunkuný og bilið á þeim er rétt.
Háspennukeflið er MSD HVC kefli, toppdót til þess að gera.
Og kveikjan er MSD Pro Billet án vacuum flýtingar.
Er með allt dótið tengt beint á geymi núna (er með þetta allt sundurtætt) til að fá pottþétt gott samband og læt hleðslutækið malla á geyminum allar nætur.
Hann er ekki bensínlaus en ég mun sjá til þess að hann verði það mjög fljótlega eftir að fara í gang :wink:
Dodge:
Það er ljós á boxinu sem sýnir hvort það gefur neista (á að blikka einusinni fyrir hvern neista þegar þú startar og loga þegar hann fer í gang)
ef það blikkar þá er vandinn eftir boxið, ef það blikkar ekki þá er pick up vandamál í gangi.
Þú getur prufað boxið með því að svissa á og slá hvíta vírnum í jörð, ef ljósið blikkar við það og kemur neisti þá þarf að skoða pick-upið eða tengingar,
magnetic pickup unitin geta klikkað, svo er möguleiki ef þetta er hei kveikja að ekki hafi verið tengt rétt miðað við hvernig module er í kveikjunni, skoða það mál og renna vel yfir teikningarnar, sum module þurfa líka eitthvað auka module sem er gefið upp í hei tengingar leiðbeiningunum.
Þú ert ekki með nein aukabox er það? timing cumputer eða retard box eða neitt slíkt?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version