Kvartmílan > Aðstoð

MSDgúrú eða klár bílarafvirki óskast í smá vinnu

(1/7) > >>

firebird400:
Ég er búinn að fá nóg af því að reyna að finna út hvað er að hrella firebirdinn hjá mér.

Það er einhvað í rafmagninu eða kveikjunni sem ekki fúnkerar.

Vantar einhvern klárann til að grúska í þessu.

Ekkert mál að greiða fyrir greiðann að sjálfsögðu.

Aggi í síma 6969468

Kristján Skjóldal:
lýsing segðu okkur hvað er málið :?: :D og ps er hann ekki orðinn flottari en allt í dag  :?:

firebird400:
Heyrðu hann hefur lítið breyst útlitlega, á bara að vera farinn að virka almennilega nema hvað að hann vill ekki í gang  :mad:

Málið er að hann fór í gang en byrjaði svo að ganga illa, og loks steinhætti hann bara að ganga.

Hann fær engann neista, það er búið að skipta um box og háspennukefli og það breytti engu, vandamálið er annaðhvort í kveikjunni sjálfri eða ég hef einhvað verið of grófur í því að grysja lúmið í honum.

Ég er bara orðinn hundleiður á honum og hann fer aldrei á götuna með þessu áframhaldi, vantar einhvern til að grúska í honum svo maður geti farið að hafa gaman af þessu aftur.

Annars setti ég nýja vél í hann, tók grindina og fjöðrunina í gegn, já og stýrisbúnaðinn. Þetta verður vonandi ögn ökuvænna núna hehe

Þið sem kunnið á þetta og hafið gaman af eigið bara eftir að hafa gaman af því að kíkja í skúrinn hjá mér og pota einhvað í hann, vitið þið til, það er heitt á könnunni  :wink:

1965 Chevy II:
Sæll Aggi,
hvernig box og kefli ertu með?

Er pottþéttur geymirinn?
Gott að að prufa að hafa annan bíl í gangi með kapla á milli til að prufa hvort nægur straumur sé til staðar.

Kristján Skjóldal:
er nýr knastás :?:og ekki rúllu ás :?:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version