Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Keppni felld niður!
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Mig langaði að forvitnast um hvort að þessi keppni hefði verið felld niður eða henni frestað?
Það er grundvallarmunur á þessu tvennu!
Niðurfelld keppni þýðir að það er einni keppni færra í Íslandsmótinu, á móti því að frestuð keppni á að vera keyrð við fyrsta hentugleika.
Það þýðir hins vegar ekki að það megi ekki færa hana aftur fyrir aðrar keppnar á dagatali.
Bara smá spurning um orðalag sem getur valdið misskilningi
Valli Djöfull:
Ég myndi einmitt halda að við séum að tala um frestun.. Allavega skrifaði ég það :oops:
9. Ágúst er keppni 5 á árinu. Engar keppnir á plani eftir það svo það ætti að vera hægt að halda 1-2 keppnir eftir þann tíma. Héldum við ekki síðustu keppni í fyrra í lok september eða eitthvað?
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Sæll Valli.
Það var einmitt það sem ég hélt, sem sagt frestun. :!:
Þar sem keppnin var ekki byrjuð þá skiptir ekki máli hvort hún er sett einhverstaðar inn í eða fyrir aftan.
Gott mál.
Kv.
Hálfdán.
Kristján Skjóldal:
já og það má ekki gleima því að aðeins skráðir keppendur geta verið með :!: það er ekki hægt að skrá fleiri inn í hana :!:
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Sæll Kristján.
Þar sem að keppni var ekki hafin og ekki möguleiki að halda hana innan 48 klukkustunda, þá má blása hana af og boða til nýrrar keppni með nýrri skráningu.
Ef hins vegar tímatökur hefðu verið búnar, þá hefðu menn orðið að fresta keppninni og klára hana síðan seinna með sömu skráðum keppendum. :wink:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version