Jæja, var að kaupa mér einn Camaro í safnið, ég VEIT að hann er V6 en ég fékk hann á það góðum prís að mér er sama.
Og ég fékk líka annan stuðara með honum sem ég þarf að sprauta.
Hann er SSK með 3.4 v6 SFI ? Fyrir hvað stendur SFI?
Svo þegar ég fékk hann sá ég að hvarfinn var ónýtur þannig ég sauð undir hann 3" túbu og hann sándar alveg merkilega vel miðað við V6.
En nóg í bili, ég tók nokkrar myndir af honum þegar ég fékk hann, á svo eftir að bóna og þrífa að innan. (Bíllinn er búinn að standa síðan 2006)