Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Hvað má betur fara á keppni
Jón Þór Bjarnason:
Ég eyddi alveg óvart þræðinum sem Edda (hera á spjalli) stofnaði. Ég var að fikta eitthvað og gerðist þetta alveg óvart og biðst ég afsökunar á því.
En endilega segið ykkar skoðanir á því hvað má betur fara svo við getum öll lært af þessu.
1965 Chevy II:
Ef ég væri ekki á myndavélunum þá myndi ég vilja fá stórt gasgrill og ég myndi grilla ofan í liðið hamborgara og pylsur og búa til FULLT af peningum fyrir klúbbinn. 8-)
Fólk VERÐUR að fá að borða eitthvað gott á keppnum þá eru allar tafir og annað fljótt að gleymast :wink:
Eg!ll:
Og hvernig væri að skapa smá stemmingu fyrir áhorfendur jafnt sem keppendur og hafa góða tónlist inná milli rönna 8-)
Þá eru dauður punktarnir nánast afgreiddir ...
Birkir R. Guðjónsson:
Ég styð grillið!
Myndi borga vænann þúsund kall fyrir eintómann hamborgara með osti og tómatsósu.
Ef ég væri ekki svo svangur, þá myndi ég eflaust taka mér pylsur bara :)
Það verður að freista þessa hondusnáða eitthvað, þeir éta ekkert 2 sólahringa fyrir keppni til að létta bílinn :-(
Svo þetta með muzik, þá mætti alveg spila gömul góð lög :)
Nei en svona án djóks, fá slatta af hamborgurum, pylsum og pepsi+appelsín fyrir góða summu og selja fyrir lágmark tvöfalt þá summu.
Sergio:
eg talaði í dag við Valla um hvað mætti fara betur! 8-)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version