Kvartmílan > Alls konar röfl
her er ein sem þarf að bjarga
Viddi G:
nei nei þetta er ekki hann, ef svo er þá er búið að fara verulega ílla með hann á einu ári, sá D-440 síðast í fyrrasumar í góðum gír. Var hann ekki líka með einhvern spoiler á skottinu?
En hvaða sveppur fer svona með þennan bíl og vill ekki selja hann, frekar láta hann standa áfram úti og verða endanlega ónýtan.
Moli:
D-440 er í toppstandi.
Síðast þegar ég heyrði var hann ekki til sölu, en það er aldrei að vita nema þessi guli verði tekinn í gegn fyrr eða síðar, hans tími bara kannski ekki kominn.
Belair:
við vonum það.
takk takk :D
maxel:
...sérvitringar....huh..
Kowalski:
--- Quote from: Moli on June 30, 2008, 19:22:37 ---Hann er víst EKKI til sölu, er á Akranesi og búinn að standa úti í 1-2 ár.
--- End quote ---
Eftir því sem ég best veit er hann búinn að standa úti að mestu leyti síðan hann kom á Skagann fyrir ca. þremur árum. Leiðinlegt þegar svona gerist.
Þekki eigandann nú ekkert en ég skil ekkert í honum að vera ekki búinn að koma honum fyrir einhvers staðar. Það er ekki svo mikið mál.
--- Quote ---já... þetta er ALLS EKKI D-440, fastanúmerið á þessum er BD-098
--- End quote ---
Var hann ekki líka A-290 fyrir nokkrum árum? Minnir það.
Keyri oft fram hjá og verð alltaf jafn pirraður yfir því að sjá þetta grotna niður.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version