Author Topic: nú væri gott að fá að fá úrslit tíma  (Read 10499 times)

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: nú væri gott að fá að fá úrslit tíma
« Reply #20 on: July 12, 2008, 18:13:43 »
Tímatökurnar teljast hluti af keppni og gilda því til meta. Æfingar eru ekki hluti af keppni.
Síðan gefst þeim sem að setja met í keppni kostur á því að fara 3 solo ferðir til þess að staðfesta metin. Met þarf að staðfesta á keppnisdegi og til þess að staðfesting á meti gildi þá þarf hún að vera innan 1% frá því meti sem á að staðfesta.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: nú væri gott að fá að fá úrslit tíma
« Reply #21 on: July 12, 2008, 18:33:56 »
En ef það er meira en 1% á milli gildir verri tíminn er það ekki?

ég fer 9,050 og bakka það upp með 9,500, meira en 1%, en ef báðir væru met fengi ég 9,500 sem gilt met..  Er það ekki þannig?
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Re: nú væri gott að fá að fá úrslit tíma
« Reply #22 on: July 12, 2008, 18:36:20 »
Passar, en svo til bakka upp 0.95 þyrfti 9.140  8-)
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: nú væri gott að fá að fá úrslit tíma
« Reply #23 on: July 15, 2008, 21:14:35 »
Kiddi þú talar um að SE tímametið sé að falla er Gísli á leið í bæinn =D>
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Árni Hólm

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 45
    • View Profile
Re: nú væri gott að fá að fá úrslit tíma
« Reply #24 on: July 29, 2008, 00:33:58 »
er að spá hvort ekki sé séns á að það fari að birtast upplýsingar um þær keppnir sem búnar eru? vona að ég virðist ekki frekur að langa til að vita stöðuna. en er farið finnast frekar fúllt að þegar ég fer á keppnishald úrslit og reglur koma mjög takmarkaðar upplýsingar um þessa hluti
kveðja frá Árna Hólm sem hefur gaman af úrslitum og tímum

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: nú væri gott að fá að fá úrslit tíma
« Reply #25 on: July 29, 2008, 12:47:00 »
Ég redda þessu í kvöld..  held að ég sé með alla pappíra sem til þarf..  Búið að vera bilað að gera, biðst innilega afsökunar og þetta er mjög lélegt ég veit það :)  Ég lofa, í kvöld...! :)

Ég bý til nýjan þráð þegar ég er búinn..

kv.
Valli
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Árni Hólm

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 45
    • View Profile
Re: nú væri gott að fá að fá úrslit tíma
« Reply #26 on: July 29, 2008, 17:31:37 »
takk valli efast aldrei um að þú ert að reyna gera þitt besta
kv Árni Hólm

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Re: nú væri gott að fá að fá úrslit tíma
« Reply #27 on: July 29, 2008, 21:09:59 »
Svona á meðan Valli reiknar stigin þá vil ég benda mönnum á hversu jöfn keppnin er í MC.  Í síðustu keppni voru þar þrír bílar sem runnu skeiðið á 12.70-13.00. Þótt Charger-inn sé efstur að stigum eftir tvær keppnir þá er þetta ekki búið fyrr en feita kellingin syngur (vonandi móðgast feministarnir sem lesa þetta).  Báðir sigrarnir unnust með holeshot (bíllinn með lakari tímann vann sem þýðir að úrslitin réðust á þessum 5 hundruðustu úr sekúntu sem lifir á milli síðasta hvíta ljóssins og þess græna).  Smári og Harry eru skæðir keppendur.  Harry fór t.d. 12.66 eftir að keppni lauk á sunnudaginn en sá tími var talsvert betri en bestu tímarnir í úrslitaspyrnunum. Harry þarf líklega að keppa einn til að ná góðum tímum  :)  Harry varð fyrir því "óláni" að setja rándýrar CalTracks undir Cammann og allar heilasellurnar fara í að pæla í hvernig á að stilla þetta nýmeti.  Ég horfi á og geymi mínar uppi í hillu (sko Caltrackið ekki heilasellurnar). Við keppinautarnir vonum að það takist ekki fyrr en í vetur því ef hann finnur rétta stillipunktinn á þessu dóti eignast hann kannski metið.  Smári mætti í fyrsta skiptið (en ekki það síðasta) í sumar en mótvindur dagsins og bölvaðar gardínurnar sem hanga aftan á Mussanum hömluðu því að íslandsmetið féll.  Svo söknuðum við félagarnir Árnýjar vegna þess að það nennir enginn að horfa á þrjá ljóta kótelettukalla á sönnum radíölum spóla upp brautina.  Dáni lánaðu henni bílinn aftur!!

Góðar stundir

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline 427W

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Re: nú væri gott að fá að fá úrslit tíma
« Reply #28 on: July 29, 2008, 22:08:49 »
Jú Ragnar, þetta var mest spennandi keppni sem ég hef tekið þátt í,  úrslitaspyrnan þá var ég með tíman 12.71 en þu með 12.79 en þú nokkrum sentimetrum á undan mér,      sjáumst hressir í næstu keppni, og vonandi mæta fleiri næst   

                                                                                                                             Smári

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: nú væri gott að fá að fá úrslit tíma
« Reply #29 on: July 29, 2008, 22:15:09 »
Það er kannski hægt að hressa Skjóldalsmenn við með þeim fréttum að Kristján sé enn í fyrsta sæti þrátt fyrir að hafa bara keyrt tímatökur í síðustu keppni  8-)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: nú væri gott að fá að fá úrslit tíma
« Reply #30 on: July 30, 2008, 00:29:20 »
Sæll Ragnar. Takk fyrir góða og enn lengri keppni en siðast. Sárt að tapa en er að finna út úr þessu - fór best 12,65 og 60 fet 2.054 og metið hefði legið ef ekki þessi djöfulsins mótvindur hefði ekki komið að sunnan.

Vona að pönnukökurnar hafi smakkast vel  8-)

sjáumst hressir eftir 1/2

mbk frá Racetown Harry Þór
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: nú væri gott að fá að fá úrslit tíma
« Reply #31 on: July 30, 2008, 01:40:30 »
Jæja.. Stigin orðin nokkuð klár..:smt024  og ég að sofna :smt015
Skoða tímamál við betra tækifæri :)
Og lofa að henda tímum inn hraðar næst..:)

http://www.kvartmila.is/wiki/index.php/2008_Stig
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Árni Hólm

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 45
    • View Profile
Re: nú væri gott að fá að fá úrslit tíma
« Reply #32 on: July 30, 2008, 02:05:37 »
Valli ég tek það til mín að vera skjóldalasmaður. en ég er og verð Skjóldalsmaður en það breitir ekki því að ég hef gaman af 1/4 úr mílu. en það er orðið mjög erfitt að hafa gaman af þessu þegar maður er ekki búsettur í Hafnafyrði og getur ekki mætt á staðinn til að vita hvað er að gerast í sportinu. ég hef áhuga á úrlitum stigum og stöðu í mótinu en þegar þessar upplýsingar liggja ekki fyrir eftir hverja keppni fyrir sig er mjög erfitt að viðhalda áhuga á þessu sporti. það er til dæmis töluvert auðveldara að fylgjast með fótbolta sem er að mjög mörgum bílaáhugamönnum( og vinum mínum
talinn ömurlegt íþrótt).en maður veit þó stöðuna í deildini og hvað liðið sem maður heldur með þarf að gera í næstu umferð.en ef það eru of miklar kröfur til Kvartmíluklúbbsins að að fá að vita hvað þitt lið eða þinn maður er að gera og þarf að gera í næstu umferð til að eiga möguleika á titli eða bikar þá held ég fari bara allfarið að horfa á fótbolta.
kv Árni Hólm sem hefur gaman af 1/4 úr mílu

Offline Danni Málari

  • In the pit
  • **
  • Posts: 63
    • View Profile
Re: nú væri gott að fá að fá úrslit tíma
« Reply #33 on: July 30, 2008, 04:08:54 »
Það sem þyrfti að gerast væri að fjölmiðlar á íslandi þyrftu að átta sig á að það er fólk á þessu landi sem hefur áhuga á akstursíþróttum. Nóg er fjallað um allt annað, væri nú allt í lagi að eyða nokkrum mínútum á viku í þetta.
Fjölmiðlaumfjöllun myndi síðan auka áhuga á sportinu og þar með fá fleira fólk í þetta ýmist til að keppa, horfa á eða hjálpa til. Gæti þá einhver tekið að sér að fylgjast með hvað gerist og tilkynna það.
Ég þoli ekki að t.d. eftir bíladaga hafi það eina sem kom í fréttum verið að unglingar voru með læti á Akureyri.

Kannski svona hálfa leið off topic hjá mér en þið skiljið vonandi hvað ég á við.

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: nú væri gott að fá að fá úrslit tíma
« Reply #34 on: July 30, 2008, 11:44:33 »
Ég viðurkenni alls konar vesen..   Það þarf fleiri hendur í undirbúning fyrir keppnir og æfingar.

Það var kosið um sérstaka keppnisstjórn/nefnd á aðalfundi ef ég man rétt.  En aldrei kosið í þessa stjórn/nefnd.  Ef það yrði gert býst ég nú við að þetta myndi ganga mun betur :)

Þá er bara að finna menn sem eru tilbúnir að sjá um keppnirnar svo þetta gangi betur.  Ég er tilbúinn að starfa þegar ég hef tíma en hef ekki tíma til að sjá um keppnirnar því miður.

Einhverjir sem bjóða sig fram?
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Árný Eva

  • In the pit
  • **
  • Posts: 70
    • View Profile
Re: nú væri gott að fá að fá úrslit tíma
« Reply #35 on: August 02, 2008, 17:38:53 »
Valli ég tek það til mín að vera skjóldalasmaður. en ég er og verð Skjóldalsmaður en það breitir ekki því að ég hef gaman af 1/4 úr mílu. en það er orðið mjög erfitt að hafa gaman af þessu þegar maður er ekki búsettur í Hafnafyrði og getur ekki mætt á staðinn til að vita hvað er að gerast í sportinu. ég hef áhuga á úrlitum stigum og stöðu í mótinu en þegar þessar upplýsingar liggja ekki fyrir eftir hverja keppni fyrir sig er mjög erfitt að viðhalda áhuga á þessu sporti. það er til dæmis töluvert auðveldara að fylgjast með fótbolta sem er að mjög mörgum bílaáhugamönnum( og vinum mínum
talinn ömurlegt íþrótt).en maður veit þó stöðuna í deildini og hvað liðið sem maður heldur með þarf að gera í næstu umferð.en ef það eru of miklar kröfur til Kvartmíluklúbbsins að að fá að vita hvað þitt lið eða þinn maður er að gera og þarf að gera í næstu umferð til að eiga möguleika á titli eða bikar þá held ég fari bara allfarið að horfa á fótbolta.
kv Árni Hólm sem hefur gaman af 1/4 úr mílu

Það er líka ekki hægt að ætlast til þess að sömu mennirnir geri allt , það eru nú flestir sem eru að standa í þessu í fullu starfi og eiga fjölskyldur sem þarf að hugsa um líka.

Ég er aftur á móti sammála því að úrslit þurfa að koma á netið strax eftir keppni en það tekur alltaf smá tíma að reikna stig og koma tímum á netið .
Árný Eva
(konan hans Valla)

BMW 330i touring 14,887 @ 94 mph

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Re: nú væri gott að fá að fá úrslit tíma
« Reply #36 on: August 05, 2008, 14:44:57 »
Jæja.... fjórir dagar í næstu keppni.  Þar sem pittprentarinn var bilaður í síðustu keppni væri nú gott ef að allir tímar úr síðustu keppni væru settir inn á þessa vefsíðu sem allra fyrst vegna þess að það getur verið upplýsandi fyrir keppendur þegar þeir meta hvernig best er að setja tækin upp fyrir laugardaginn.



Góðar stundir

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.