Author Topic: Keppnisflokkar hjóla  (Read 2749 times)

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Keppnisflokkar hjóla
« on: June 25, 2008, 13:19:49 »
Það var bætt við flokkum á síðasta aðalfundi KK. Þeas stokk flokkar voru settir inn og V2 endurgerðir. Einnig var CC í sumum flokkum breitt Þannig að nöfn flokkanna eiga eftir að taka smá breitingum

Við erum að fara yfir þetta í kvöld (Miðvikudag) þannig að allt verður klárt og komið inn hér seint í kvöld eða strax í fyrramálið.
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
Re: Keppnisflokkar hjóla
« Reply #1 on: June 26, 2008, 00:48:48 »
Já hvað er málið með að V2 eru dottin út?


kv,

Unnar Már
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
Re: Keppnisflokkar hjóla
« Reply #3 on: June 26, 2008, 20:43:40 »
Samkvæmt reglunum sem voru var 750 4 cyl 900 3 cyl og 1000 2 cyl í sama flokki, var samþykkt breyting á því?

Ég veit að þetta var inni vegna þess að ég samdi þær reglur
Bifhjólareglur - Kvartmíla

Kvartmíluklúbburinn 15.maí 2002

Bifhjól

2.1 Almennt:
2.1.1 Virkur neyðarádrepari skal vera til staðar og staðsettur svo hægt sé að ná í hann með báðar hendur á stýri.
3.1 Hemlar:
3.1.1 Hemlar sem virka á öll dekk skylda.
3.1.2 Hemlar eiga að vera aðskildir og virka á bæði hjól. 3.1.3 Bifhjól stærri en 499 cc verða að vera með diskabremsur að framan. 3.1.4 Lágmarks þvermál á bremsudisk að framan er 250 x 5 mm ef einn diskur er notaður.
Lágmarks þvermál á bremsudisk að framan er 220 x 5 mm ef tveir eru notaðir.
Lágmarks þvermál á bremsudisk að aftan er 175 mm.
Lágmarks þvermál á skálabremsum er 150 mm.
4.1 Felgur:
4.1.1 Felgur framleiddar fyrir annað en bifhjól eru bannaðar.
4.1.2 Felgur minni en 15" eru bannaðar nema í skellinöðruflokki.
5.1 Hjólbarðar:
5.1.1 Keppenda verður vísað frá keppni ef sést í striga eða vírlag hjólbarða.
5.1.2 Hjólbarðarnir verða að vera framleiddir fyrir bifhjól.
6.1 Fjöðrun:
6.1.1 Lágmarksfjöðrun að framan er 50 mm
6.1.2 Lágmarkshæð undir hjól með ökumanni og 0,5 bar þrýsting í dekkjum er 50mm
6.1.3 Enginn hluti hjólsins nema dekk má snerta jörðu þegar fjöðrun er að fullu samanpressuð
Skellinöðrur.
Skellinöðrur: SK 50 1 strokka að 120 cc
8.2 Vél:
8.2.1 Vél skal upprunalega ekki vera stærri en 49 cc.
8.2.2 Sveifarás og sveifaráshús skal vera upprunalegt.
9.2. Bannað:
9.2.1 Hláturgas og forþjöppur eru bannaðar.
9.2.2 Annað eldsneyti en bensín bannað
Sporthjól.
Sporthjól: SA 600 2 strokka að 750 cc 3 strokka að 700 cc
4 strokka að 600 cc
Sporthjól: SB 750 2 strokka að 1000 cc
3 strokka að 900 cc 4 strokka að 750 cc
Sporthjól: SC 1000 2 strokka að 1800 cc 3 strokka að 1300 cc 4 strokka að 1000 cc
Sporthjól: SD 1300 4 - 8 strokka að 1300 cc

5.3 Hjólbarðar:
5.3.1 Hjólbarðar verða að vera DOT merktir og vera með lágmark 2 mm eftir af slitmunstri í upphafi keppni fyrir tímatökur.
6.3 Fjöðrun:
6.3.1 Lágmarksfjöðrun að framan er 50 mm.
6.3.2 Vökvademparar að framan skylda.

7. 3 Hámarkslengd:
7.3.1 Hámarks hjólabil á Sporthjól: SA 600 er 1550 mm
SB 750 er 1600 mm
SC 1000 er 1650 mm
SD 1300 er 1700 mm

8.3 Vél:
8.3.1 Allar breytingar á vél leyfilegar ef rúmmál helst innan flokks.

9.3 Bannað:
9.3.1 Hláturgas, ofrisvarnargrindur bannað. Forþjöppur bannaðar nema á þeim hjólum sem framleidd eru með þær. 9.3.2 Annað eldsneyti en bensín bannað.
9.4 Lágmarksþyngd:
9.4.1 Lágmarksþyngd er 167 kg. 9.4.2 Lágmarksþyngd miðast við keppnishæft bifhjól með öllum nauðsynlegum vökvum, en án eldsneytis og ökumanns.

Ofurhjól.

Ofurhjól: OA -900 1 - 8 strokka að 900cc
Ofurhjól: OB +900 1 - 8 strokka ótakmarkað rúmmál

2.4 Almennt:
2.4.1 Öll hjól eru leyfð.
2.4.2 Allar breytingar eru leyfðar.
2.4.3 Heimasmíðuð hjól skulu skoðuð sérstaklega og síðan prufukeyrð undir fullu vélarálagi, minnst 2 ferðir áður en tímataka hefst. 2.1.2 Ofrisvarnargrindur skulu vera sterkar, stöðugar, tryggilega festar og án málmhjóla. 2.4.4 Neyðarádrepari sem tengdur er við ökumann með línu skylda. 2.4.5 Hámarks þyngd 400 kg tilbúið í keppni án eldsneytis og ökumanns.

Var samþykkt að láta V2 detta út?
« Last Edit: June 26, 2008, 20:49:20 by Unnar Már Magnússon »
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Keppnisflokkar hjóla
« Reply #4 on: June 27, 2008, 12:22:36 »
Ég segi bara fyrir mína parta að þetta er orðið of flókið og of margir flokkar.
Það eru fleyri flokkar fyrir mótorhjól en bíla.
15 flokkar fyrir mótorhjól
9 flokkar fyrir bíla ( sem eru keyrðir )
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Keppnisflokkar hjóla
« Reply #5 on: June 27, 2008, 12:23:52 »
Nei sorry þeir eru 19 flokkarnir fyrir mótorhjól. :roll:
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Steini

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 262
    • View Profile
Re: Keppnisflokkar hjóla
« Reply #6 on: June 27, 2008, 13:59:13 »
Ákveðið var að prófa þetta til reyna að fá fleiri hjól til að keppa.
Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvað margir af þessum flokkum verða keyrðir.
Tveir verða að vera skráðir í flokk til að hann sé keyrður.