Um nokkurn tíma hefur staðið yfir deila við fyrrum stjórnarmeðlimi í Rallýcrossklúbbnum um hver sé rétt kjörin stjórn félagsins. Nú hefur þessi deila verið til lykta leidd og hafa bæði Ríkisskattstjóri og Fjármálaráðuneyti úrskurðað að núverandi stjórn Rallýcross klúbbsins sé kjörin með lögmætum hætti og að félagið sé með réttu deild innan AÍH. Umráðaréttur yfir Rallýcrossbrautinni fylgir félaginu og er því AÍH réttmætur rekstraraðili hennar núna.
Það er ætlun Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar að halda úti blómlegu félagsstarfi í akstursíþróttum og mun starfsemi á brautinni hefjast nú þegar á þriðjudaginn í samvinnu við TTK og mun verða boðið upp á supermoto á þriðjudögum í sumar. Það starf sem MSK hefur haldið úti undir nafninu Leikdagar er í nokkurri óvissu og bíður félagið eftir svari frá forsvarsmönnum MSK þess efnis hvort þeir vilji halda því áfram. Einnig verður keyrt Rallycross á brautinni í sumar og í skoðun er að setja af stað æfingar í Go Kart.
Öllum sem hafa áhuga á mótorsporti er frjálst að gerast félagar í AÍH og hægt er að sækja um aðild í gegnum heimasíðu félagsins eða senda fyrirspurn vilji menn fræðast um félagið.
Með vinsemd og virðingu
Stjórn AÍH
http://aihsport.is/