ÞRIÐJUDAGUR ÞRIÐJUDAGUR ÞRIÐJUDAGUR!
Jæja, helgin var flott, hefði mátt vera meira staff. Planið er að fella niður þá keppni sem átti að vera á Jónsmessunótt og hafa fyrstu kvöldæfingu sumarsins
Æfing hefst kl. 20:00 svo við þurfum menn helst ekki seinna en 19:00 til að allt verði 100%
Býst við að það verði vel fjölmennt og BARA gaman!
EN það sem sárvantaði á laugardag var staff. Mig vantar að manna margar stöður. Því fleiri því betra, því þá er hægt að skiptast á
Og það er gaman að vinna við kvartmílu, annars væri maður ekki að þessu
Það vantar 2-3 á pitt prentara, svo það sé hægt að skiptast á. Það vantar í burnout, öryggisbíl (allavega 2 með einhverskonar námskeið að baki við first aid) og fleiri. Endilega hafið samband við mig eða kvittið hér fyrir neðan. Okkur vantar gott lið fyrir sumarið. Það er keppni næstu helgi og mikið í húfi.
Ef þið þekkið einhverja 15-16 ára gutta til dæmis eru þeir fínir í mörg störf á laugardag og fínt að fá smá reynslu á þriðjudagskvöld. Og bara fólk á öllum aldri. Þetta er ekki hægt án sjálfboðaliða.
Koma svo, og einnig þið sem ætlið að keyra, reynið að koma með einhvern frænda eða vin til að þetta gangi smooth
Hægt að hafa samband í einkapósti, email eða msn
vallifudd@msn.com , síma 899-7110 eða bara hér fyrir neðan..