Kvartmílan > Aðstoð

Kælivandamál á 3gen Firebird

<< < (3/4) > >>

Belair:
hummm fer viftan í gang , er hun beinteng eða teng i hitanema

Chevy_Rat:

--- Quote from: snipalip on June 05, 2008, 18:26:11 ---Þetta er tvöfaldur kassi, ég veit ekki hvað margra rása. En það er allt í honum eins og ég sagði áðan fyrir utan það að það er ekki original vatnskassinn heldur þessi frá Stjörnublikk. Sum sé, að mér sýnist original rafmagnsviftan, svona vifta:


og vatnskassi frá Stjörnublikk.

--- End quote ---

Semsagt tveggja vatnsrása Copar (Messing) vatnskassi það er engann veginn nóg fyrir rafmagnsviftuna!!!,og jafnvel ekki nóg heldur þó að vatnskassinn væri þrefaldur=3 vatnsrása!!!.

Og ef þú ætlar að reyna notast við þennann 2-rása vatnskassa þá skaltu setja fastann 6-blaða 17" viftuspaða á vélina og fá þér rétta kælitrekkt=viftuhlíf frá GM og svuntuna undir + high-flow vatnslás 160° og tjúnna upp vatnsdæluna það er það eina sem þú getur gert í stöðunni með þennann vatnskassa sem þú ert með því miður!,Og svona svipuð hitavandamál koma líka upp þegar hedd-pakkningum er snúðið öfugt er búið að skipta nýlega um þær í bílnum hjá þér???.


snipalip:
ok, það er eru 3-4000 km síðan skipt var um heddpakningar, en það var önnur vél í bílnum þegar ég fékk hann og þá með þessa viftu og gamla álkassann og mig minnir að það hafi soðið á honum eftir ca. 25 km. keyrða á ca.70km/h.

Mér minnir að original álkassinn hafi líka verið tvöfaldur, er eitthvað betri kæling með þeim?

Chevy_Rat:

--- Quote from: snipalip on June 05, 2008, 19:04:40 ---ok, það er eru 3-4000 km síðan skipt var um heddpakningar, en það var önnur vél í bílnum þegar ég fékk hann og þá með þessa viftu og gamla álkassann og mig minnir að það hafi soðið á honum eftir ca. 25 km. keyrða á ca.70km/h.

Mér minnir að original álkassinn hafi líka verið tvöfaldur, er eitthvað betri kæling með þeim?

--- End quote ---

Já álvatnskassarnir kæla mykið betur!!!,fer þessi viftudrusla í gang hjá þér yfirleitt þegar vélin í bílnum nær réttu hitastigi til að kveikja á henni???,ef ekki prófaðu þá að beinteingja hana við rafgeimi og fá þér hring á bílnum og gáðu hvort að það breiti einhverju í sambandi við kælinguna,ég nokkuð viss um það að það muni litlu breita með þessum litla vatnskassa sem þú ert með.

snipalip:
Já já, að sjálfsögðu er rafmagn á viftunni, hún er beintengd eins og er. Ég ætla allavega að græja á hann svona air dam deflector og jafnvel græja hús utan um viftuna og sjá hvað gerist. Ef það virkar ekki þá fara að huga að öðrum kassa.

En ég þakka kærlega fyrir spjallið, góð og skjót svör. Kveðja Gummi.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version