Author Topic: Neyðarhjálp Save The Hippo  (Read 3547 times)

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Neyðarhjálp Save The Hippo
« on: May 29, 2008, 01:11:09 »
Þar sem ég er nú þekktur fyrir að láta plata mig í alls kyns vitleysu,þá var ég nú ekki lengi að samþykkja það að fara til Bretlands og laga einn rallíbíl :lol:
Þar sem Bretarnir sögðu Danna að það tæki 10 vikur að laga Evoinn eftir krassið þá vorum við nú það kokhraustir að ulla á þá og segja að við gætum þetta á 1 viku :lol:
Það varð úr að Ég,Fylkir,Elvar og Danni færum út að massa þetta,flugum út seinnipart sunnudags og samkvæmt lýsingum Danna var þetta bara lítið tré og þetta væri nú bara "Easy Fix"

Þarna erum við á sunnudagskvöld á hótelinu og allir nokkuð jollý á því


Þegar við löbbum inná verkstæði blasir þetta við okkur.......Lítið tré segirðu Danni minn.....einmitt




Eftir nána skoðun á bílnum reyndum við ákaft að finna bakdyr til að koma okkur útum en fundum engar svo það var ekkert að gera nema vinda sér í þetta mál.



Það kom berlega í ljós að það myndi ekkert duga nema fá varahlutaskel í þetta verkefni



Byrjað að bora og skera.



Eins og sést á myrkrinu þá hættum við ekki að vinna 5 eins og bretarnir



Loksins fundum við eitthvað fyrir Danna að gera(annað en að sækja pizzur og snakk :lol: )


Fylkir einbeittur


Byrjað að máta og allt að gerast




Byrjað að sjóða saman




Loksins kominn úr dimmu horninu og út í sólina



Á þessum tímapunkti var þreytan byrjuð að síga á suma


Á leið til málarans


Þarna erum við að byrja á seinnipart fimmtudags,vorum frá 17,30 til 20,30 þann dag og ætluðum að grunna bílinn en það gekk ekki upp þar sem það var bíll í klefanum.


Plötuðum sprautgæjana til að mæta kl 6 á föstudagsmorgun en þeir höfðu ekki hugmynd um hversu mikið beið þeirra,þeir stóðu í þeirri trú að við ætluðum bara að mála skelina þann daginn,en við höfðum annað í huga.......


Búið að grunna skel og mála gráa litinn



Aldrei þessu vant var pizza í matinn :lol:


Byrjaðir að pína málarana og þarna er búið að mála eitthvað af lausu hlutunum


Og svo búið að mála skelina


Byrjaðir að tylla honum saman fyrir flutning og málararnir orðnir hálf framþungir,en við létum þá samt mála líka hurðarnar þótt þeir væru tregir til


Kominn aftur inn á gólf hjá Quick motorsport


Byrjaðir að raða saman sem óðir menn




Allt að koma


Eftir laaaangan föstudag leit þetta orðið svona út





Þrír þreyttir en nokkuð sáttir vinnumenn


Þetta er Danna álit á 10 vikna viðgerðinni hjá bretunum


Hér eftir verður Danni kallaður Danni Lady Shave


Við erum nokkuð sáttir með útkomuna,við byrjuðum á mánudagsmorgni og kláruðum á föstudagskvöldi,nú þurfa bretarnir að pota í hann mótor og hjólabúnað í þessari viku.

Það var eitthvað af nettum tækjum hjá þeim þarna
22B Impreza


Escort



Helvíti nettur C2 sem var verið að klára að skipta um skel á,fékk smá hring á honum og þetta höndlar helvíti skemmtilega



Þá er það komið en ég verð að segja samt að ef Danni veltir aftur þá getur hann bara beðið þessar helvítis 10 vikur því þetta geri´ég ekki aftur :lol:
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Re: Neyðarhjálp Save The Hippo
« Reply #1 on: May 29, 2008, 01:13:08 »
Og nú þarf ég virkilega að spýta í lófana þar sem bíladaga bíllinn minn stendur inní skúr akkúrat svona....


Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Neyðarhjálp Save The Hippo
« Reply #2 on: May 29, 2008, 08:16:58 »
Þetta er snilld,gaman að þessum myndum. =D>
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: Neyðarhjálp Save The Hippo
« Reply #3 on: May 29, 2008, 08:58:20 »
Geggjað flott, gaman af svona frásögn.
Varstu ekki ananrs orðinn þreyttur aftur eftir að hafa sett inn myndirnar og upplifað þetta aftur :?: :lol:

kv
Björgvin

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Neyðarhjálp Save The Hippo
« Reply #4 on: May 29, 2008, 10:26:58 »
Snilldin ein.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline juddi

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 566
    • View Profile
    • http://snurfus.is
Re: Neyðarhjálp Save The Hippo
« Reply #5 on: May 29, 2008, 16:53:00 »
Það er ekki að spyrja að því aldrey lognmolla í kringum Danna, og mönnum leiðist allavega ekki og þið jaxlarnir hafið reddað þessu hviss bæng að íslenskum sið, en ekki eins og bretarnir sem eru vanir atvinnubótavinnu í marga ættliði og að drepast úr leti.
Dagbjartur L Herbertsson                                 Bílaviðgerðir <br />allar almennar bílavigerðir,járnsmíði ofl Viðarhöfða 6 110 Rvk S:5174524/6632123 snurfus@snurfus.is

Offline top fuel

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 165
    • View Profile
Re: Neyðarhjálp Save The Hippo
« Reply #6 on: May 29, 2008, 20:26:48 »
þetta er náttúrulega snildin ein en hvað fanst bretunum um þetta?

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Re: Neyðarhjálp Save The Hippo
« Reply #7 on: May 29, 2008, 20:50:42 »
þetta er náttúrulega snildin ein en hvað fanst bretunum um þetta?
Jaa við getum sagt að ég er búinn að heyra orðið "impressive" nógu oft til að endast mér lífstíð :D

Annars eru komnar nýjar myndir af honum á http://www.hipporace.blog.is/blog/hipporace/

Það verður að segjast að hann er að verða alveg rúmlega stórglæsilegur....
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline Ztebbsterinn

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 424
    • View Profile
Re: Neyðarhjálp Save The Hippo
« Reply #8 on: May 29, 2008, 22:26:57 »
Gaman af svona verkefnum sem hafa eitthvern "dead line" tíma, gefa ákveðna pressu sem einnig myndar skemmtilegt andrúmsloft og/eða stemmningu  :)
~~~~~~~~~~~~~
Delorean DMC "81
MB. 230C "80
MB. 300D "77
Swift Cabrio "92
~~~~~~~
Stefán Örn Stefánsson

Offline Halldór Ragnarsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 713
    • View Profile
Re: Neyðarhjálp Save The Hippo
« Reply #9 on: May 31, 2008, 21:06:15 »
Frábært framtak  =D>  :D
Halldór Ragnarsson
BUY A FORD,BUY THE BEST,DRIVE A MILE,WALK THE REST

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Re: Neyðarhjálp Save The Hippo
« Reply #10 on: June 01, 2008, 22:55:33 »
Bíllinn fór í keppni í gær en varð að hætta keppni þegar 2 leiðar voru eftir,skemmd var komin í annan framöxulinn og var tekin ákvörðun um að hætta frekar en þjösna honum í mark,en þau voru að standa sig vel fram að því.
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline Gabbi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 357
    • View Profile
Re: Neyðarhjálp Save The Hippo
« Reply #11 on: June 04, 2008, 00:06:23 »
PASSAR EKKI AÐ ENHVAÐ AF ÞESUM BÍLUM VORU Á BÍLASÝNIGUNI Í FÍFUNI
Gabríel ''BóBó'' kárason 1996 hvítur
Suzuki ''Ísbjörninn'' Vitara 1997 hvítur (uppgerð)
Renault ''Geimskutlann'' Twingo 1996 svartur (dauður)

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Neyðarhjálp Save The Hippo
« Reply #12 on: June 04, 2008, 00:07:35 »
Nei þessir bílar eru allir úti á Englandi.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Re: Neyðarhjálp Save The Hippo
« Reply #13 on: June 06, 2008, 08:07:57 »
Mér finnst hann hafa heppnast bara þokkalega miðað við allt....
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...