Author Topic: Umferðarstofa og sjónvarpsstöðvarnar sameinast í baráttu gegn umferðarslysum  (Read 2130 times)

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
<a href="http://www.us.is/frontbanner_fraedslumyndbond/500x240.swf" target="_blank" class="new_win">http://www.us.is/frontbanner_fraedslumyndbond/500x240.swf</a>

Sjónvarpið, Stöð 2 og Skjár 1 hafa lagt Umferðarstofu lið í baráttunni fyrir bættri umferðarmenningu og fækkun umferðarslysa á Íslandi. Sjónvarpsstöðvarnar munu sýna, í dagskrá sinni, 24 fræðslumyndir sem Umferðarstofa hefur látið gera. Framleiðsla fræðslumyndanna er liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda.
Áhorfendur geta átt von á því að sjá fræðslumyndirnar milli dagskráliða en í þeim er fjallað um ýmis atriði sem vert er að  rifja upp hvort sem farið er um á  bíl, bifhjóli, eða reiðhjóli.
Sem dæmi um efnistök má nefna að fjallað er um þær reglur sem gilda um akstur í hringtorgum, val á akreinum, framúrakstur, bil á milli bíla og ýmis þau atriði sem ökumenn bifhjóla þurfa helst að varast. Fræðslumyndirnar eru frá 30 sek og upp í tæpar tvær mínútur. Umferðarstofa annaðist gerð handrits í samstarfi við fulltrúa ökukennara og félagasamtaka bifhjólamanna en Prófilm sá um framleiðslu..
Sjónvarpsstöðvarnar brugðust mjög vel við óskum Umferðarstofu um sýningu fræðslumyndanna og eru forsvarsmenn Umferðarstofu þakklátir fyrir þá samfélagslegu ábyrgð sem stöðvarnar sýna með þessum hætti. Með því að Stöð 2, Skjár 1 og Sjónvarpið miðla umferðarfræðslu til almennings er stígið mikilvægt skref í baráttunni gegn slysum og óhöppum í umferðinni.
Áhugasamir geta skoðað fræðslumyndirnar á heimasíðu Umferðarstofu www.us.is en þær gagnast mjög vel til almennrar umferðarfræðslu.

Nánari upplýsingar veitir
Einar Magnús Magnússon
Upplýsingafulltrúi Umferðarstofu
Sími: 580-2022 / GSM: 659-5060
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Inga

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 17
    • View Profile
Það virðist algerlega vera þörf á þessu..allavega ef það má marka 2 slys sem ég sá með stuttu millibili  :roll:;

Við stelpurnar tókum ísrúnt niður í bæ, og erum að keyra niður suðurlandsbrautina. Mætum þar einhverri svaka hersingu af lögreglubílum og hjólum ofl. Gerðum ráð fyrir því að það hafi orðið slys..í fyrstu reyndist það vera forseti á leið sinni á hilton hótelið  :smt043. Það er nú bara meira grínið þar sem það voru engir bílar á ferð hahaha. Jæja, en málið var að það var líka slys og ekkert lítið! Niðurfrá hjá laugarvegi, tveir smábílar höfðu klesst saman, annar þeirra var hjá ljósunum en hinn hafði kastast um 20-30 metra í burtu upp á túnið. Þeir voru báðir gjörsamlega flatir að framan...

Seinna var hjá Select við breiðholtsbraut...Það leit út fyrir að þar voru ekki meira né minna en 4 BÍLAR klesstir saman (og allir sömu megin- á leiðinni niður). Þar í miðri súpunni leit út fyrir að vera trans am (sýndist það, ekki viss)..

Báðir slysstaðirnir voru svona "furðulegir" að sjá, amk á þann hátt að það var erfitt að gera sér grein fyrir hvernig slysið hafði orðið...
:?:
"Lets burn some dust...eat my rubber!!"
-Clark Griswold-Christmas vacation

Offline gstuning

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 356
    • View Profile
Gott að það skuli vera nefna umferðarmenningu enn ekki umferðarlög, því að lögin bjarga ekki fólki frá slysum.
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson -Dyno Dynamics-
Dyno Time 34h |

Offline EinarR

  • In the pit
  • **
  • Posts: 58
    • View Profile
    • http://www.sukka.is
Mér finnst þetta töff... þarf bara að fá sem flesta til að spá í þessu =D> =D>
Power is nothing Without Controle!!
ég heiti Einar Sveinn Kristjánsson hvað heitir þú?