Fjórir sinubrunar í nótt
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfti að kljást við fjóra sinubruna fram til klukkan tvö í nótt. Eldar kviknuðu á útvistarsvæði við Hvaleyrarvatn, á Kapelluhrauni við kvartmílubrautina, við Olís í Garðabæ og í Kópavogsdal rétt hjá Fífunni.
Umfangsmestu brunarnir voru við kvartmílubrautina og við Hvaleyrarvatn og tók um klukkustund að slökkva elda þar. Samt var ekki mikið um skemmdir, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.
Tekið af MBL.IS