Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Trans Am Turbo - nýlentur á klakanum
Burt Reynolds:
Þessi er kominn inní skúr. Lét loks verða af því að kaupa bílinn sem mig hefur langað í sl 20 ár eða svo. Hvers vegna veit ég ekki - bara eitthvað Mojo sem þessi árgerð af Trans Am hefur (kannski er það logandi hænan á húddinu?) Konan ekki að skilja þetta en svo lengi sem hún skilur ekki við mig er þetta í lagi. Þetta er sumsé 1981 Trans Am Turbo, eyddi mestum hluta ævinnar í Californiu og gott eintak að innan sem utan. Hann fer úr skúrnum við hátíðleg tilefni s.s. þegar sólin lætur sjá sig (sumsé tvisvar á ári).
Bíllinn er að mestu í upprunalegri mynd en var sprautaður fyrir nokkrum árum. Ég ætla hlífa honum við nitro og öðru sulli en reyna fremur að halda honum sem næst upprunalegri mynd. Það verður elegant að fara á rúntinn og reykspóla ofan í allar þessar twin og rafmagnsdruslur í umferðinni. Nú er bara spurning hvort ekki sé starfræktur Firechicken klúbbur á klakanum?
Firehawk:
Glæsilegt!
Það hafa verið hugmyndir um að stofna Pontiac klúbb, hvernig sem það fer...
-j
Frikki...:
flott hjá þér en ég væri til í að sjá betri myndir :)
Burt Reynolds:
Já, gaman væri að komast í samflot með álíka Trans Am sérvitringum og maður sjálfur er. Massa flottir bílar. Smelli inn nýjum myndum næst þegar ég tek drekann út úr skúrnum. En hér er Pontiac sjónvarpsauglýsing frá 1980. Það er yndislegt að hlusta á þulinn í myndbandinu fara með heilaga Trans Am ritningu.
http://youtube.com/watch?v=NksrfEq2KQI
Spratz:
Bara flottur bíll 8-)
Það verða teknir nokkrir Trans Am rúntar í sólinni í sumar \:D/
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version