Kvartmílan > Aðstoð

Bíllinn er dauður

(1/2) > >>

Jón Þór Bjarnason:
Sælir félagar.
Þannig vill til að vinnubíllinn minn dó drottni sínum í gær.
Þetta byrjaði með smá reyk upp um mælaborðið. Það kom enginn brunalykt.
Svo næst þegar ég ætlaði að starta gerðist ekki neitt. Hann kveikir ekki ljósin í mælaborðinu og það fer ekkert í gang.
Ég er búinn að athuga geymasamböndin og fara yfir öryggi en finn ekkert út.
Er einhver hér sem getur sagt mér einhverja ástæðu fyrir þessu.
Annars er þetta Renault Megane 1997 ekinn 127.000 kmÞeir í B&L geta ekkert gert fyrir svona gamla bíla þar sem tölvan þeirra er biluð og þeir ætla ekki að láta laga hana.

Addi:
Sælir, getur prófað að rúlla við hjá okkur uppi í Stimpli...við eigum tölvu sem virkar fyrir þennan bíl ;)

Jón Þór Bjarnason:

--- Quote from: Addi on April 16, 2008, 18:47:19 ---Sælir, getur prófað að rúlla við hjá okkur uppi í Stimpli...við eigum tölvu sem virkar fyrir þennan bíl ;)

--- End quote ---
Blessaður Addi. Ég myndi koma með bílinn ef ég gæti fengið að vita gróflegan kostnað við þetta. Hringdi í Stimpil í dag og þar var ekki hægt að segja mér hvað það kostar að tengja bílinn við tölvu. Þetta er gamall bíll og ég tími ekki að leggja meira en kr 50.000.- í hann. Er að vísu búinn að eyða í upptekt á sjálfskiptingu.
Held að það sé bara best að kaupa sér FORD.

Addi:
Núnú, við hvern talaðir þú? Það á nú ekki að þurfa að kosta marga peninga að plögga greyinu í samband, annars veit ég það svosem ekki, ég vinn bara þarna :lol:

Jón Þór Bjarnason:
Jæja Addi minn bíllinn er á leiðinni til þín.  :wink:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version