Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Þétting á bensínlögn í blöndung?
einarak:
Er hægt að pakka með venjulegu gengjuteipi rörin sem ganga í fuel bowlin á blöndungnum eða þolir það ekki bensínið? er mælt með einhverju öðru? :smt035
Dodge:
teipið leisist upp í bensíni, þú ert betur settur með gengjulím en það er samt ekki öruggt..
Eru ekki þéttihringir á stóru nipplunum og svo kónar á rörnipplunum?
Kiddi:
Er þetta Holley blöndungur? Ertu að tala um standard járnfittingsinn sem fara í hólfin á hliðunum...??? Need more details!! Hvað ertu að skrúfa á holley'inn þ.e.a.s. eru kónískir endar á rörum etc.
einarak:
þetta er Holley með inlet á báðum bowlum. Með standard fittingsinu, Ég er með nýja þettihringi á fittingsið, og svo eru rörin með kón sem á að þéttast inn í það. Ég hef ekki hugmynd um hvort þetta lekur, þetta var bara pakkað með einhverju þegar ég reif þetta í sundur svo ég geri ráð fyrir að þetta hafi lekið.
Kiddi:
Já ok,
það er bara notast við góða pakkningu þ.e.a.s. á járnfittingsinn og svo er kón í kón inn í honum þ.e. fyrir bensínrörið..
Það á ekki að nota neitt teip eða þéttisull... ef þess þarf þá er eitthvað að í hinu.
Rennismiðurinn hefur talað :)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version