Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Staðreyndir um AMC

<< < (2/2)

Kowalski:

--- Quote from: "Chevelle72" ---þú gleymdir pacer :D
--- End quote ---

Mirth Mobile!  :lol:

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Jóakim.

Nei ég gleymdi ekki Pacer, sem mér persónulega finnst drullu töff vagn. :mrgreen:
Vissir þú til dæmis að hægri hurðin á Pacer er stærri en sú vinstri :!: .
Það var gert til að það væri auðveldara að ganga um hann. :idea:  :shock:

Málið er að ég var að reyna að sýna svona meira þessa "venjulegu" hlið á AMC sem fáir virðast taka eftir.
Hannanirnar hjá þeim á árunum um og eftir 1970 voru margar vægast sagt mjög sérstakar og það eru ekki allir sammála um þær.

Hins vegar smíðuðu AMC marga mjög flotta bíla og mér finnst að þeir verði að fá kredit fyrir þá ekki bara að láta þá gjalda fyrir "sérkennilegar" hannanir sem að ekki féllu öllum í geð.

Mótorsportlega séð gerði AMC mjög góða hluti bæði í spyrnu, NASCAR, og Trans Am (núna: American LeMans Series),.
Margir þekktir ökumenn keyrðu fyrir AMC, meðal annara:  Mark Donohue og Roger Penske sem nú á fjölmargar kappakstursbrautir í Bandaríkjunum þar sem keppt er í meðal annars American LeMans, NASCAR, og IndiCar/CART.
Í Kvartmílunni stendur upp úr  Wally Booth og Dick Aron.
Hér er sniðugt að lesa þeirra sögu:   http://www.geocities.com/amc_archives/nd0400/

Og hér er góð síða með myndum og mjög góðri lesningu um "Consept" bílana frá AMC, þar á meðal AMX II og AMX/3.  http://www.amx-perience.com/

Hér er góð grein um þessa karla:  http://www.competitionplus.com/index.php?option=com_content&task=view&id=4667&Itemid=24

Ein góð mynd af úrslitaferð í ProStock á NHRA keppni 1976.
Þetta eru þeir Wally Booth og Dave Kanners sem keyrði fyrir Richad Maskin.
Fyrsta og eina skiptið sem að það var "All AMC Finals"
En reynslan sem að Maskin fékk á þessum árum hjá AMC lagði hornstein að því sem að hann er að vinna í dag hjá Dart, og með honum vinnur Dick Aron sem að sá um vélamálin hjá Wally Booth.

http://www.nhrafinals.com/apcm/templates/40th_general.asp?articleid=1624&zoneid=79

Páll Sigurjónsson:
Ég bara klökna
EN þetta er bara stðareynd sem brósi er búinn að setja þarna inn (sennilega finnst honum að bróðir sinn sé ekki að standa sig í skrifum á netinu ) og mér finnst allveg ótrúlegt að það sé ekki kominn meiri vakning í kringum þetta merki .Erlendis er þetta merki komið á þvílíkt flug að það er orðin hörgull á bílum til uppgerðar eins og Rambleronum og Pacerum og fleiri bílum sem folki þóti forljót og henti bara .Hvað um það en það eru til nokkrir AMC bílar hér og það er magnað að hvað íslendingar eru fastir í Ford Mustang og Chevrolet Camaro menningu það er bara ekkert annað sem kemst að .Það vita allir að ég er með þetta merki brent í mig en mér er allveg sama hvað þetta heitir bara ef það fer hratt eða er flott GM ,Ford Mopar þetta e allt snild .

Palli
just lost for words

Lenni Mullet:
Frábær grein og gaman að sjá loksins póst um almeninlegt merki. hehe =D>


Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version