Kvartmílan > Mótorhjól

Sprauta hjálma??

<< < (2/4) > >>

fenix:
Hvaða rök hefuru fyrir því?

Gilson:
klárlega ekki eitt einasta snitti af rökstuðning, heyrði þetta einhverstaðar á veraldarvefnum.

Bjori:

--- Quote from: "fenix" ---Hvernig færðu það eiginlega út að það veiki skelina að sprauta yfir hana?

Er það bara ég eða eru ótrúlega mikið af þjóðsögum og þvíumlíku sem gengur um hjálma?  Eins og sú vitleysa að hjálmur sé ónýtur ef hann dettur í jörðina.

Það eru nánast allir hjálmar sem þú sérð til sölu sprautaðir með lakki. Skelin er gerð úr trefjaplasti og þakin með efni til að vernda hana gegn áhrifum sólar sem að fer illa með trefjarnar.

Ég sé nákvæmlega ekkert að því að sprauta hjálma uppá nýtt
--- End quote ---


ÉG er nefnilega algerlega sammála ,,,, það er í góðu lagi að sprauta þetta uppá nýtt... maður bara létt pússar þetta undir og sprautar....

Björgvin Ólafsson:

--- Quote from: "Bjori" ---Sælt veri fólkið

Hvernig er það telst vera " í lagi " að sprauta hjálma?

Hafa menn eitthvað verið að gera þetta?
--- End quote ---


Það er í góðu lagi í daglegt brúk, þeir eru bara ekki keppnislöglegir ef þeir eru heim/aftermarket sprautaðir.

kv
Björgvin

Grill:
"Bjori"

Thing is, if you mess with the bull, you´ll get the horns!

Í gegnum árin hafa menn verið að mála hjálmana sína, bæði ef þeir rispuðust og eins ef þeir brotnuðu, þá límdu menn þá saman með duramix eða sambærilegu, spörsluðu og sprautuðu, rétt eins og bílinn sinn. 
Þessar viðgerðir voru oftast þegar upp var staðið álíka dýrar og nýr hjálmur, auk þess sem menn voru komnir með rammfalskt öryggistæki á hausinn á sér.
Lakkið sem kemur á hjálminum frá framleiðanda er stór þáttur í styrk hjálmsins, eins kjánalega og það hljómar.  Með því að pússa það (þó lítið sé) og mála yfir það ertu búinn að veikja brotþol hjálmsins um allt að 40%!! Einnig geta fínar rispur dregið úr öryggi hans, eins og rispur sem myndast þegar hjálmur dettur af stýrinu og niður í götu.

Eg er búinn að detta tvisvar mjög illa af, og í seinna skiptið þá bjargaði hjálmurinn mér algjörlega, endastakk hjólinu, kastaðist upp og lenti á hausnum 8 metrum frá. 
Ég met hausinn á mér fyrir meira en 30.000, og ég sá K2 auglýsa í vetur flotta hjálma niður í 15.000. Blessaður hættu að spá í þetta, fáðu þér bara nýjan hjálm, láttu aldrei skína á hann sól þegar hann er ekki í notkun, aldrei lána neinum hjálminn þinn, leggðu hann aldrei frá þér þar sem hætta er á að hann geti dottið.

Góðar stundir.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version