Kvartmílan > Aðstoð

Set-up á 350 mótor

(1/2) > >>

Pétur Snær:
Sælir,

Er með fjögurra bolta 350 mótor.

Er að smíða hann upp frá grunni. Langar að hafa hann í kringum 375 - 420 hö. Hann má ekki vera of heitur. Þarf að ganga lausaganginn alveg mjúkt og fínt.

Hvað á ég að setja inní hann og utan á hann? Öll hjálp vel þegin :)

Kv, Pétur.

Halldór Ragnarsson:
Byrja a því að fá sér stroker kit,besta leiðin til að fá 420 hesta og betri hedd
Hér er eitt öfga dæmi:
http://www.speedomotive.com/ps-526-85-391cid-budget-mighty-mouse-stroker-kit.aspx

Contarinn:
Ég biðst afsökunar ef þetta er heimskuleg spurning, en hvað er "fjögurra bolta 350 mótor". Hvaða fjórir boltar eru þetta? :roll:

1965 Chevy II:
Sæll,
Edelbrock top end pakki með réttum stimplum setur svona mótor í 400+ hp.
Ef mótorinn er eldri en 87 árg þá er þetta pakkinn:
http://store.summitracing.com/partdetail.asp?part=EDL%2D2098&autoview=sku
ef hann er yngri en 87 árg þá er það þessi:
http://store.summitracing.com/partdetail.asp?part=EDL%2D2097&autoview=sku

Ef sveifarásinn,stangirnar og stimplarnir eru í lagi og þjappan um 9.5-10.5:1 þá myndi ég nota það áfram bara,ef það þarf að renna ásinn og kaupa stimpla,þá borgar sig líklega að kaupa stroker kit og ef það þarf að bora blokkina svo líka þá myndi ég skoða að kaupa komplett mótor:
http://store.summitracing.com/partdetail.asp?part=NAL%2D12496769&autoview=sku

1965 Chevy II:

--- Quote from: "Contarinn" ---Ég biðst afsökunar ef þetta er heimskuleg spurning, en hvað er "fjögurra bolta 350 mótor". Hvaða fjórir boltar eru þetta? :roll:
--- End quote ---

Þetta er fjöldi bolta sem heldur hverjum höfuðlegubakka,ýmist tveggja bolta,fjögurra og svo sex bolta í yngri LS vélunum.

Hér sérðu vél með flottum 4ra bolta "splayed" höfulegubökkum,þeas tveir boltana vísa til hliðar til að bíta í meira "kjöt":

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version