Author Topic: ALLIR AÐ MÆTA HÉR!!!  (Read 3099 times)

Offline Glanni

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 19
    • View Profile
ALLIR AÐ MÆTA HÉR!!!
« on: March 29, 2008, 23:06:18 »
Mótmæli
Hingað og ekki lengra!

Fylkjum liði og mætum gangandi, hjólandi eða akandi

á Austurvöll

þriðjudaginn 1. apríl kl. 16

fyllum miðbæinn og sýnum samstöðu í verki.

Þeir sem koma keyrandi mæti hjá R.Sigmund að Klettagörðum 25 mætum á planið milli 15.00-15.30 og keyrum saman niður á Austurvöll.

Við, hinir almennu borgarar, fjölskyldufólk, bíleigendur, atvinnubílstjórar og aðrir sem láta sig málið varða,

skorum á stjórnvöld og olíufélögin til að lækka álögur á eldsneyti STRAX,

burtséð frá verði á heimsmarkaði

og gengi krónunnar.

Endilega látið berast til allra í póstlistanum ykkar og með SMS

Lella og Glanni

Nánari uppl. á www.f4x4.is á forsíðu og í spjalli
.

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
ALLIR AÐ MÆTA HÉR!!!
« Reply #1 on: March 29, 2008, 23:08:53 »
:lol:
Einar Kristjánsson

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Stuðningur
« Reply #2 on: April 01, 2008, 00:00:03 »
Gott framtak, flott að sjá að það eru fleiri en atvinnubílstjórar sem láta sig málið varða. Vona að ég komist, þetta hefst ekki nema með samstöðu. Það er löngu kominn tími til að þessi þjóð láti aðeins í sér heyra, það eru t.d 40 ár síðan það var verkalíðsbarátta á Íslandi, síðan hefur fólk látið vaða yfir sig án þess að gera nokkuð til að sporna við ríkisvaldinu og auðmönnum. Þetta er jú eitt af mörgu sem betur mætti fara en þetta er líka stórt atriði fyrir áhugamenn um bíla og mótorsport. Sem dæmi má nefna að félagi minn sem rekur vörubíl er að borga 1.200.000 kr á mánuði í eldsneiti svo þið getið rétt svo gert ykkur í hugarlund hvers vegna menn eru beiskir. Öll þjónusta við okkur hækkar, þetta er bara ekki spurning um neitt annað en að láta vita að nú sé nóg komið. Áfram Ísland :wink:

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: ALLIR AÐ MÆTA HÉR!!!
« Reply #3 on: April 01, 2008, 00:19:11 »
Quote from: "Glanni"
skorum á stjórnvöld og olíufélögin til að lækka álögur á eldsneyti STRAX, burtséð frá verði á heimsmarkaði og gengi krónunnar.

Þetta er stórkostleg lína  :lol:

Þið gerið ykkur grein fyrir því að það er búið að tala um að matvörur séu að hækka um allt að 30% á morgun, er öllum sama um það?  :roll:
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Glanni

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 19
    • View Profile
Olíuverð/matvöruverð
« Reply #4 on: April 01, 2008, 08:38:57 »
Nei það er vonandi engum sama um matvöruverðið Valli. Staðreyndin er sú að þetta hangir allt saman þ.e ef olíuverð heldur áfram að hækka þá veltur það út í verðlagið.
þetta segi ég vegna þess að það er svo auðvelt að skella bara skuldinni á gengið og heimsmarkaðsverð. Afhverju lækkar eldsneytið aldrei þegar gengið er hagstætt og verð á heimsmarkaði lækkar?hmm? það er alveg feikinóg svigrúm til að lækka álögur á bíleigendur það fer ekki nema brot af skattinum sem lagt er á bíleigendur í formi olíugjalds og bifreiðagjalds til uppbygginga vegamannvirkja en tilgangur þessara gjalda var einmitt til þess ætlaður.

Offline Gustur RS

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 190
    • View Profile
Re: Stuðningur
« Reply #5 on: April 01, 2008, 09:16:43 »
Quote from: "TONI"
Gott framtak, flott að sjá að það eru fleiri en atvinnubílstjórar sem láta sig málið varða. Vona að ég komist, þetta hefst ekki nema með samstöðu. Það er löngu kominn tími til að þessi þjóð láti aðeins í sér heyra, það eru t.d 40 ár síðan það var verkalíðsbarátta á Íslandi, síðan hefur fólk látið vaða yfir sig án þess að gera nokkuð til að sporna við ríkisvaldinu og auðmönnum. Þetta er jú eitt af mörgu sem betur mætti fara en þetta er líka stórt atriði fyrir áhugamenn um bíla og mótorsport. Sem dæmi má nefna að félagi minn sem rekur vörubíl er að borga 1.200.000 kr á mánuði í eldsneiti svo þið getið rétt svo gert ykkur í hugarlund hvers vegna menn eru beiskir. Öll þjónusta við okkur hækkar, þetta er bara ekki spurning um neitt annað en að láta vita að nú sé nóg komið. Áfram Ísland :wink:


Er ekki um að gera að gefa frí á bónstöðinni á meðan svo fleiri geti mætt??? Ég er búinn að fá frí í minni vinnu
Kv.
 Þórarinn Ágúst Freysson

Range Rover ´76 "38

Offline killuminati

  • In the pit
  • **
  • Posts: 99
    • View Profile
Re: ALLIR AÐ MÆTA HÉR!!!
« Reply #6 on: April 01, 2008, 11:24:54 »
Quote from: "ValliFudd"
Quote from: "Glanni"
skorum á stjórnvöld og olíufélögin til að lækka álögur á eldsneyti STRAX, burtséð frá verði á heimsmarkaði og gengi krónunnar.

Þetta er stórkostleg lína  :lol:

Þið gerið ykkur grein fyrir því að það er búið að tala um að matvörur séu að hækka um allt að 30% á morgun, er öllum sama um það?  :roll:


Förum allir fyrir framan bónus og kvörtum. Og kaupum svo ekki mat í viku  8)

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Frí
« Reply #7 on: April 01, 2008, 23:46:13 »
Ég nefndi það að taka frí og fara og mótmæla, það var sagt já er það ekki og svo var áhuginn búinn. En þessu er ekki lokið, við látum í okkur heyra síðar.

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Matur
« Reply #8 on: April 01, 2008, 23:49:27 »
Það er tvisvar búið að lækka VSK á matvöru á íslandi og það hefur í hvorugt skiptið skilað sér til neytandans, því ætti eldsneytið að lækka frekar, olíufélögin fá þá bara meira. Þetta er Ísland