Author Topic: Mótmæli, eldsneytisverð... allir með  (Read 1923 times)

Offline Muffin

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 4
    • View Profile
Mótmæli, eldsneytisverð... allir með
« on: March 29, 2008, 23:20:28 »
sælir allir, Ferðaklúbburinn 4x4 stendur fyrir mótmælum 1.apríl og nei þetta er ekki djók 1.apríl er dagurinn sem þing kemur aftur saman og um að gera að vera með smá læti, hérna eru helstu upplýsingarnar og ég hvet alla til að mæta og taka þátt, ekki vanþörf á.

Mótmæli

Hingað og ekki lengra!

Fylkjum liði og mætum gangandi, hjólandi eða akandi

á Austurvöll

þriðjudaginn 1. apríl kl. 16

fyllum miðbæinn og sýnum samstöðu í verki.

Þeir sem koma keyrandi mæti hjá R.Sigmund að Klettagörðum 25 mætum á planið milli 15.00-15.30 og keyrum saman niður á Austurvöll.

Við, hinir almennu borgarar, fjölskyldufólk, bíleigendur, atvinnubílstjórar og aðrir sem láta sig málið varða,

skorum á stjórnvöld og olíufélögin til að lækka álögur á eldsneyti STRAX,

burtséð frá verði á heimsmarkaði

og gengi krónunnar.

linkur á síðuna.
http://www.f4x4.is/new/news/default.aspx?file=492
Ford Mercury Cougar 2001 V6 2.5....