Hérna er smá vangavelta hjá mér. Við erum flest ef ekki öll sammála um að verð á eldsneiti sé komið út úr korti. En hver er ljóti kallinn, er það ríkið eða olíufélagið?
Ríkið hefur miklum skildum að gegna gagnvart þegnum landsins sem eru meðal annars að halda uppi vegasamgöngum, þ.e.a.s. að byggja upp vegi og bæta, viðhalda þeim og halda þeim opnum yfir vetrarmánuðina. Borga þegnum okkar vonandi mannsæmandi laun fyrir að halda vegakerfinu í viðunandi horfi fyrir okkur. Þeir fá að mér skilst 48% frá okkur.
Olíufélögin þjónusta okkur vítt og breytt um landið og með nokkura km millibili á stór höfuðborgarsvæðinu, borga þegnum okkar vonandi mannsæmandi laun fyrir að þjónusta okkur og jú við getum fengið eina með öllu hjá þeim gegn vægu gjaldi og gos drykk með ef vill. Þeir fá þar af leiðandi 52% af gjaldinu.
Sem betur fer er búið að uppræta allt samráð olíufélagana eins og allir hafa tryggilega tekið eftir og ekki hækka þeir greinin fyrr en þeir eru með öllu tilneyddir til að lifa af.
Svo þetta lítu svona úy fyrir mér 48% til ríkisins sem má eflaust deila um hvort sé sammgjarnt eða 52% til olíufélagan sem jú þjónusta okkur með skyndibita matvæli og olíuvörur eins og okkur lystir.
Ég styð aðgerðir vörubílstjóra heils hugar en er ekki spurning um að loka aðreinum að bensínstöðvum einnig, er ekki eitthvað sem þeir eiga að gera í málunum?
Einhverra hluta vegna þykir mér betra að hugsa um að 48% sé varið í vegasamgöngur en 52% í leikaraskap olíufélagana, sé ekki að ríkið sé eini sökudólgurinn í málinu, vill sjá smá aðgerðir gengn yfirgangi olíufélagana.
Kv. Anton