Author Topic: Minningarakstur um Óla Símon  (Read 1912 times)

Offline Buddy

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 482
    • View Profile
Minningarakstur um Óla Símon
« on: March 26, 2008, 14:29:59 »
Þetta er fengið að láni frá Live2cruize:

Til minningar um Ólaf Símon Aðalsteinsson þá langar okkur vinum hans að hafa minningarakstur, þar sem það var fátt annað en bílar sem komust að hjá honum. Erum við að reyna að plana hóprúnt á föstudagskvöldið næstkomandi (28.) og er planið að hittast sem flest á stöðinni í Hafnafirði milli 8 og 9 um kvöldið og stilla okkur upp þar aðeins fyrir smá myndatöku á planinu þar fyrir aftan af þeim sema mæta. Og væri gaman að þeir sem eru með góðar myndavélar og færir í myndatöku og sjá sér fært um að mæta myndu taka að sér að mynda bílana og afhenda mér svo afrit af þeim fyrir myndaalbúm sem er verið að búa til. síðan yrði tekinn rúntur inn í Reykjavík framhjá slysstaðnum og þar ekið framhjá með "hazzardljósin" á til að minnast hans.

Sem sagt minningaraksturinn mun fara fram á föstudaginn 28. mars og er hittingur á stöðinni í Hafnafirði milli 8 og 9 og VONUMST við eftir að sjá sem flesta mæta þar sem hann var bílamaður númer 1.2.3.4.5.6.7.8.9 hvort sem menn mæta á hjólum eða bílum allavegna að sem flestir mæti.

Fyrir hóp aðstandenda og vina, Hermann Örn



Endilega sem flestir mæta á flottum tækjum.

Kveðja,

Björn
'07 GT/CS