Þar sem ég er nú þekktur fyrir að láta plata mig í alls kyns vitleysu,þá var ég nú ekki lengi að samþykkja það að fara til Bretlands og laga einn rallíbíl
Þar sem Bretarnir sögðu Danna að það tæki 10 vikur að laga Evoinn eftir krassið þá vorum við nú það kokhraustir að ulla á þá og segja að við gætum þetta á 1 viku
Það varð úr að Ég,Fylkir,Elvar og Danni færum út að massa þetta,flugum út seinnipart sunnudags og samkvæmt lýsingum Danna var þetta bara lítið tré og þetta væri nú bara "Easy Fix"
Þarna erum við á sunnudagskvöld á hótelinu og allir nokkuð jollý á því

Þegar við löbbum inná verkstæði blasir þetta við okkur.......Lítið tré segirðu Danni minn.....einmitt



Eftir nána skoðun á bílnum reyndum við ákaft að finna bakdyr til að koma okkur útum en fundum engar svo það var ekkert að gera nema vinda sér í þetta mál.


Það kom berlega í ljós að það myndi ekkert duga nema fá varahlutaskel í þetta verkefni


Byrjað að bora og skera.

Eins og sést á myrkrinu þá hættum við ekki að vinna 5 eins og bretarnir


Loksins fundum við eitthvað fyrir Danna að gera(annað en að sækja pizzur og snakk

)

Fylkir einbeittur

Byrjað að máta og allt að gerast



Byrjað að sjóða saman



Loksins kominn úr dimmu horninu og út í sólina


Á þessum tímapunkti var þreytan byrjuð að síga á suma

Á leið til málarans

Þarna erum við að byrja á seinnipart fimmtudags,vorum frá 17,30 til 20,30 þann dag og ætluðum að grunna bílinn en það gekk ekki upp þar sem það var bíll í klefanum.

Plötuðum sprautgæjana til að mæta kl 6 á föstudagsmorgun en þeir höfðu ekki hugmynd um hversu mikið beið þeirra,þeir stóðu í þeirri trú að við ætluðum bara að mála skelina þann daginn,en við höfðum annað í huga.......

Búið að grunna skel og mála gráa litinn


Aldrei þessu vant var pizza í matinn

Byrjaðir að pína málarana og þarna er búið að mála eitthvað af lausu hlutunum

Og svo búið að mála skelina

Byrjaðir að tylla honum saman fyrir flutning og málararnir orðnir hálf framþungir,en við létum þá samt mála líka hurðarnar þótt þeir væru tregir til

Kominn aftur inn á gólf hjá Quick motorsport

Byrjaðir að raða saman sem óðir menn



Allt að koma

Eftir laaaangan föstudag leit þetta orðið svona út



Þrír þreyttir en nokkuð sáttir vinnumenn

Þetta er Danna álit á 10 vikna viðgerðinni hjá bretunum

Hér eftir verður Danni kallaður Danni Lady Shave

Við erum nokkuð sáttir með útkomuna,við byrjuðum á mánudagsmorgni og kláruðum á föstudagskvöldi,nú þurfa bretarnir að pota í hann mótor og hjólabúnað í þessari viku.
Það var eitthvað af nettum tækjum hjá þeim þarna
22B Impreza

Escort


Helvíti nettur C2 sem var verið að klára að skipta um skel á,fékk smá hring á honum og þetta höndlar helvíti skemmtilega

Þá er það komið en ég verð að segja samt að ef Danni veltir aftur þá getur hann bara beðið þessar helvítis 10 vikur því þetta geri´ég ekki aftur