Jæja strákar!!Er nú enn einu sinni farið að velta sér upp úr Cudunni hans Stjána
Menn hafa hér á spjallinu verið að velta sér upp úr þvi,hvers vegna svona sé komið fyrir þessum bíl!Málið er einfalt!!!Ekki svo löngu eftir að Stjáni eignaðist bílinn dæmdi hann boddyið á honum ónýtt,allavega það ílla farið að spurning væri hvort borgaði sig að gera við það.Eins og komið hefur fram hér á spjallinu þá var honum ekið út af Keflavíkurveginum og skemmdist undirvagninn gríðarmikið þ.á.m burðarvirki og botnplötur,Hef ég heyrt þá lýsingu að framendinn hafi vísað til himins,svo ílla kiknaði bíllinn.Ekki var vel gert við bílinn eftir þetta tjón,og náði hann aldrei t.d. hjólastillingu eftir þetta.Þess ber að geta að Stjáni keyfti bílinn eftir þessa "viðgerð".Stjáni notaði bílinn eitthvað fyrir austan en lagði honum síðan vegna bilunar og ákvað að láta hann bíða betri tíma.Upp úr 1980 flutti hann suður til Reykjavíkur til að læra bifreiðasmíði og síðan bílamálun þannig að árin hér fyrir sunnan urðu allnokkur,á meðan beið Cudan heima á Djúpavogi.Á þessum tíma áskotnaðist honum annað boddy af ´74 Cudu(340-4spd)sem var miklu heillegra og ákvað hann þá endanlega að framkvæma "rebody" á bílnum.Nú kunna einhverjir að kveina að hann sé þá ekki lengur "numbermatching" Og ??? Við hér á klakanum höfum nú ekkert endilega verið að velta okkur upp úr þessháttar fyrr en á allra síðustu árum,og alveg örugglega ekki á þessum tíma.
Stjáni kemur til með að gera bílinn upp
Hvort á því verður byrjað á næsta ári eða eftir 10 ár veit aðeins Stjáni.Hitt veit ég að hann hefur verið að viða að sér hlutum í hann undanfarin ár.
Hér hafa menn líka fullyrt að hann vilji ekki selja bílinn,sumir jafnvel sagt að þeir hafi boðið allnokkrar fjárhæðir í hann.ÞETTA ERU ÓSANNINDI!!!Ég hef ,ásamt öðrum spurt hann sjálfan um þetta
Ég efast ekki eitt andartak um að Stjáni sé fær um að gera bílinn upp.Drengurinn er völundur í höndunum hvort sem um er að ræða viðgerðir eða nýsmíði og sama er hvort er járn eða tré.
Stjáni myndi aldrei svara fyrir sig hér,en mér rennur blóðið til skyldunnar þar sem ég hef þekkt hann í rúm 25 ár,síðan við vorum saman í bekk í Iðnskólanum og þekki ég hann af góðu einu.
GLEÐILEGA PÁSKA