Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Merkilegar myndir #8

<< < (6/7) > >>

TONI:
1970 Cougarinn er í uppgerð aftur, Sigurjón var ekki búinn að klára hann , vélin hrundi strax(eða legur og annað var slitið), og svo voru fjárráð Dagga ekki næg til að klára málið á þeim tíma, gerðum margar tilraunir til að gangsetja en það var bara ekki að ganga. Daggi á vélina ennþá (351C cobra jet) en bíllinn ver seldur einhverjum sem er að gera hann upp svo henn er alls ekki farinn yfir móðuna miklu og Daggi skemmdi bílinn ekki, það voru komnar bólur í hann hér og þar sem er ekki neitt mál. Þessi bíll var ekkert merkilegur nema hann var jú XR7 og nokkuð vel útfærður, hafði verið frúarbíllinn hjá sendiherranum í USA að ég held, kom orginal með 351W svo ég vitna bara í það sem var sagt hér á undan, svona bíll kostar ekki nema 15.000$ í topp standi svo að hér er ekkert merkilegt stikki á ferðinni...........nem þá einna helst vélin :wink:

Ingvar Gissurar:

--- Quote from: "Moli" ---Veit það en það var bíllinn sem Ingvar átti, hann hélt að þetta væri hann.  :smt102
--- End quote ---


Af einhverjum ástæðum fór þessi bíll alveg framhjá mér á sínum tíma og ég hélt að minn hefði verið eini 68 XR7 sem var sprautaður svartur, þannig að ég var ekkert að rýna neitt sérstaklega í myndirnar. :oops:
En auðvitað fór þetta ekkert á milli mála þegar ég skoðaði þær betur
En ég sé að í ágúst verður kominn aldarfjórðungur síðan ég keypti hann þannig að það er kannski ekkert skrítið þó þetta sé eithvað aðeins farið að fölna í mynningunni. 8-[

Það var reyndar hálfgert slys að ég seldi þennan bíl. Ég prufaði að auglýsa hann einhvarjum mánuðum áður og það var einn sem kom að skoða. Sá bauð mér VW bjöllu uppí sem ég hafði auðvitað ekki nokkurn áhuga á.
Síðan var ég hættur við sölu og var búinn að taka ákvörðun um að taka bílinn í hús og byrja að vinna í honum fyrir alvöru en lakk og fleira smávægilegt þarfnaðist einhverjar vinnu við, auk þess sem vel heit og nýsamansett 351W stóð tilbúin á vélastandinum.
Það var svo dag einn í byrjun nov. 85 sem ég gerði skúrinn klárann, skrúfa númerin af og er að keyra bílinn inn þegar ég var kallaður í símann, en þar var á línunni Bjöllueigandinn sem var búinn að selja sinn eðalvagn og var með pening tilbúinn og vildi kaupa Cougarinn.....................Og ég asnaðist til að segja já, og skrúfaði númerin á aftur.
Daginn eftir var djásnið farið og ég farinn að sjá eftir öllu saman. :smt102

Jón Guðmundsson:
Blessaðir, sá svarti er ennþá uppi í Borgarfirði.
Það stendur til að taka hann á hús fljótlega og skoða hvað er eftir af honum.
Gaman að sjá myndina af 72 tveggja dyra Continentalnum hjá þér Anton.
Lincolninn var á sínum tíma í eigu föður míns, magnaður bíll sem rann mölina í Hvalfirðinum eins og fljúgandi teppi.
Cougarinn var vínrauður þegar ég komst yfir hann, lakkaði hann svartan árið 1988 og lagði honum sama haust.
Þessi bíll verður aldrei seldur.
Jón G.

HK RACING2:

--- Quote from: Jón Guðmundsson on September 14, 2009, 13:14:20 ---Blessaðir, sá svarti er ennþá uppi í Borgarfirði.
Það stendur til að taka hann á hús fljótlega og skoða hvað er eftir af honum.
Gaman að sjá myndina af 72 tveggja dyra Continentalnum hjá þér Anton.
Lincolninn var á sínum tíma í eigu föður míns, magnaður bíll sem rann mölina í Hvalfirðinum eins og fljúgandi teppi.
Cougarinn var vínrauður þegar ég komst yfir hann, lakkaði hann svartan árið 1988 og lagði honum sama haust.
Þessi bíll verður aldrei seldur.
Jón G.

--- End quote ---
Bjóstu á skagabraut í kringum 88 og fórst með bílinn í geymslu á þeim tíma?

Rúnar M:
Gangi þér vel með uppgerðina Jón....þetta virðist heilegt eintak og vonandi er ekki mikið líf undir víniltoppnum.... :-"

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version