Author Topic: Merkilegar myndir #8  (Read 10481 times)

Offline Sigtryggur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 402
    • View Profile
Merkilegar myndir #8
« Reply #20 on: March 17, 2008, 23:45:15 »
Jú,Sigurjón gerði upp gylltan ´70 Cougar sem Daggi keyfti svo af honum.
Bíllinn var nýuppgerður og gríðarlega fallegur þegar Sigurjón seldi hann.
Ég er enn að reyna að átta mig á því,af hverju bíllinn var eyðilagður á svo skömmum tíma sem raun bar vitni. :smt013
Sigtryggur Harðarson
´66 Fairlane GT
  428 CJ
  13.613/100.67 mph
´01 Sporttrack
http://www.cardomain.com/ride/2385963

Offline edsel

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.041
    • View Profile
Merkilegar myndir #8
« Reply #21 on: March 18, 2008, 21:08:07 »
skil ekki afhverju það þurti að eyðileggja alla muscle bíla hér á landi, það haf margir góðir farið yfir móðuna miklu að ástæðulausu
Sindri Freyr Pálsson
BMW E30 318 IS vél '87 seldur  :smt010
Toyota Touring '89 klesstur
Hyundai Sonata '95 seldur :D
Ford Bronco II '88 daily driver :D :D :D :smt093

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Merkilegar myndir #8
« Reply #22 on: March 18, 2008, 22:18:36 »
Quote from: "edsel"
skil ekki afhverju það þurti að eyðileggja alla muscle bíla hér á landi, það haf margir góðir farið yfir móðuna miklu að ástæðulausu


Þetta þóttu ekkert það merkilegir bílar hér á árum áður. Ætli þetta sé ekki svipað og með Hondurnar í dag, þótti flott og gaman að eiga þær um tíma síðan smá hvarf áhuginn og bílarnir fóru að slappast. Upp úr 1980-1990 endaði stór hluti á haugunum eða í rif í aðra bíla.
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Merkilegar myndir #8
« Reply #23 on: March 19, 2008, 15:26:05 »
Bíll sem þráðurinn er stofnaður er EKKI bíllinn í Borgarfirði,
Bíllinn í borgarfirði er AL-288

Hér er ferillinn á honum.

29.10.1986   Jón Guðmundsson   Sundlaugavegur 24   
09.11.1985   Þorleifur Kjartansson   Bandaríkin    
06.08.1983   Ingvar Jón Gissurarson   Urðarbraut 13   
09.05.1979   Magnús Magnússon   Baugholt 15   
29.11.1976   Sævar Pétursson   Tjarnargata 38   

12.11.1986   E3205   Gamlar plötur
18.12.1985   R11536   Gamlar plötur
09.05.1979   Ö4311   Gamlar plötur
29.11.1976   Ö971   Gamlar plötur

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Merkilegar myndir #8
« Reply #24 on: March 19, 2008, 19:24:49 »
Veit það en það var bíllinn sem Ingvar átti, hann hélt að þetta væri hann.  :smt102
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
1970 Cougar
« Reply #25 on: March 19, 2008, 22:58:12 »
1970 Cougarinn er í uppgerð aftur, Sigurjón var ekki búinn að klára hann , vélin hrundi strax(eða legur og annað var slitið), og svo voru fjárráð Dagga ekki næg til að klára málið á þeim tíma, gerðum margar tilraunir til að gangsetja en það var bara ekki að ganga. Daggi á vélina ennþá (351C cobra jet) en bíllinn ver seldur einhverjum sem er að gera hann upp svo henn er alls ekki farinn yfir móðuna miklu og Daggi skemmdi bílinn ekki, það voru komnar bólur í hann hér og þar sem er ekki neitt mál. Þessi bíll var ekkert merkilegur nema hann var jú XR7 og nokkuð vel útfærður, hafði verið frúarbíllinn hjá sendiherranum í USA að ég held, kom orginal með 351W svo ég vitna bara í það sem var sagt hér á undan, svona bíll kostar ekki nema 15.000$ í topp standi svo að hér er ekkert merkilegt stikki á ferðinni...........nem þá einna helst vélin :wink:

Offline Ingvar Gissurar

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 531
    • View Profile
    • Bloggið.
Merkilegar myndir #8
« Reply #26 on: March 19, 2008, 23:12:21 »
Quote from: "Moli"
Veit það en það var bíllinn sem Ingvar átti, hann hélt að þetta væri hann.  :smt102


Af einhverjum ástæðum fór þessi bíll alveg framhjá mér á sínum tíma og ég hélt að minn hefði verið eini 68 XR7 sem var sprautaður svartur, þannig að ég var ekkert að rýna neitt sérstaklega í myndirnar. :oops:
En auðvitað fór þetta ekkert á milli mála þegar ég skoðaði þær betur
En ég sé að í ágúst verður kominn aldarfjórðungur síðan ég keypti hann þannig að það er kannski ekkert skrítið þó þetta sé eithvað aðeins farið að fölna í mynningunni. 8-[

Það var reyndar hálfgert slys að ég seldi þennan bíl. Ég prufaði að auglýsa hann einhvarjum mánuðum áður og það var einn sem kom að skoða. Sá bauð mér VW bjöllu uppí sem ég hafði auðvitað ekki nokkurn áhuga á.
Síðan var ég hættur við sölu og var búinn að taka ákvörðun um að taka bílinn í hús og byrja að vinna í honum fyrir alvöru en lakk og fleira smávægilegt þarfnaðist einhverjar vinnu við, auk þess sem vel heit og nýsamansett 351W stóð tilbúin á vélastandinum.
Það var svo dag einn í byrjun nov. 85 sem ég gerði skúrinn klárann, skrúfa númerin af og er að keyra bílinn inn þegar ég var kallaður í símann, en þar var á línunni Bjöllueigandinn sem var búinn að selja sinn eðalvagn og var með pening tilbúinn og vildi kaupa Cougarinn.....................Og ég asnaðist til að segja já, og skrúfaði númerin á aftur.
Daginn eftir var djásnið farið og ég farinn að sjá eftir öllu saman. :smt102
Kveðja: Ingvar

Offline Jón Guðmundsson

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 2
    • View Profile
Re: Merkilegar myndir #8
« Reply #27 on: September 14, 2009, 13:14:20 »
Blessaðir, sá svarti er ennþá uppi í Borgarfirði.
Það stendur til að taka hann á hús fljótlega og skoða hvað er eftir af honum.
Gaman að sjá myndina af 72 tveggja dyra Continentalnum hjá þér Anton.
Lincolninn var á sínum tíma í eigu föður míns, magnaður bíll sem rann mölina í Hvalfirðinum eins og fljúgandi teppi.
Cougarinn var vínrauður þegar ég komst yfir hann, lakkaði hann svartan árið 1988 og lagði honum sama haust.
Þessi bíll verður aldrei seldur.
Jón G.

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Re: Merkilegar myndir #8
« Reply #28 on: September 15, 2009, 21:45:35 »
Blessaðir, sá svarti er ennþá uppi í Borgarfirði.
Það stendur til að taka hann á hús fljótlega og skoða hvað er eftir af honum.
Gaman að sjá myndina af 72 tveggja dyra Continentalnum hjá þér Anton.
Lincolninn var á sínum tíma í eigu föður míns, magnaður bíll sem rann mölina í Hvalfirðinum eins og fljúgandi teppi.
Cougarinn var vínrauður þegar ég komst yfir hann, lakkaði hann svartan árið 1988 og lagði honum sama haust.
Þessi bíll verður aldrei seldur.
Jón G.
Bjóstu á skagabraut í kringum 88 og fórst með bílinn í geymslu á þeim tíma?
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline Rúnar M

  • In the pit
  • **
  • Posts: 89
    • View Profile
Re: Merkilegar myndir #8
« Reply #29 on: September 16, 2009, 15:51:33 »
Gangi þér vel með uppgerðina Jón....þetta virðist heilegt eintak og vonandi er ekki mikið líf undir víniltoppnum.... :-"

Offline Jón Guðmundsson

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 2
    • View Profile
Re: Merkilegar myndir #8
« Reply #30 on: September 20, 2009, 14:55:13 »
Sæll Hilmar, ég flutti af Skaganum 1985 en bíllinn var reyndar til sölu uppi á Skaga síðsumars 1988, nýlakkaður og nýskoðaður.
Það var enginn tilbúinn að grafa nógu djúpt í seðlaveskið þá, sem betur fer, þannig að ég hef aldrei þurft að sjá á eftir bílnum.
Annars var annað andsk. gott eintak, líklega af 67 árgerðinni, uppi á Skaga í gamla daga og líklega fram undir 1988.
Sá var grænsanseraður á teinafelgum (eða koppum), það var orginal gullmoli sem aðeins hafði verið brúkaður á sunnudögum.

Offline sporti

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 130
  • Það er ekki stærðin sem skiftir máli
    • View Profile
Re: Merkilegar myndir #8
« Reply #31 on: September 20, 2009, 15:30:26 »
 Jón þú áttir heima á vesturgötunni, fyrir ofan Hilmar, sá svarti var flottur og verður vonandi áfram flottur =D>
Heimir Kristjánsson <br />6981435<br />66 c10 stepsite í uppgerð.

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Re: Merkilegar myndir #8
« Reply #32 on: September 20, 2009, 17:26:46 »
Jón þú áttir heima á vesturgötunni, fyrir ofan Hilmar, sá svarti var flottur og verður vonandi áfram flottur =D>
Alveg rétt vesturgata var það,ég rugla þessu alltaf saman......
Það er enn fast í hausnum á mér þegar það var verið að olíu bera hann inní bílskúr og var sagt að hann væri á leið í geymslu útí sveit,hann var allavega helvíti fallegur í minningunni en það er kannski ekki mikið að marka þar sem það eru 20 ár síðan og ég eingöngu 10 ára þá :D
Mig rámar samt að 2 svona bílar hafi verið að þvælast í kringum Pabba á þessum tíma,annar svartur og mig minnir að hinn hafi verið grænn,gott ef Gauti átti ekki annan þeirra sem bjó þarna rétt hjá,þann svarta átti kærasti frænku minnar ef ég man rétt.....hvaða árgerð þeir voru get ég samt ekki munað fyrir mitt litla líf.....
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...