Author Topic: Suzuki Vitara 36" breyttur árgerð 1990  (Read 1896 times)

Offline Siggi H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Suzuki Vitara 36" breyttur árgerð 1990
« on: March 13, 2008, 10:10:22 »
ætla að athuga áhugan á Súkkunni minni þar sem ég ætla að reyna að losa aðstöðuna aðeins.. ERUM AÐ TALA UM MIKIÐ ENDURNÝJAÐAN BÍL SEM GEFUR STÓRU JEPPUNUM EKKERT EFTIR Í SNJÓ!! FULLKOMIÐ LEIKTÆKI

um er að ræða

Suzuki Vitöru JLX árgerð 1990 stuttur 3dr, bíllinn er mikið endurnýjaður!! allt kram í honum er í toppstandi! enda ekki langt síðan það var tekin allt saman í gegn, búið er að lengja gírstangir og fleira, bíllinn er með góðan mótor sem var tekinn í gegn fyrir ekki svo löngu síðan. bíllinn er einnig með nýlega upptekin gírkassa og millikassa, nýlegar öxulhosur og demparar ofl ofl. búið er að hækka bílinn upp á boddý um 3" að mig minnir, það þyrfti helst að hækka hann örlítið meira, en þá var ég með þá hugmynd að hækka hann með klossum undir gormana. ég er áttundi eigandi frá upphafi og verslaði hann af frænda mínum sem er 86 módelið og var hann yngsti eigandinn af honum.

bíllinn er 33" breytingar skoðaður en á veturnar hefur hann alltaf verið á 36" og er á fínum 36" dekkjum.. bíllinn er það léttur að hann nær varla að slíta munstrinu neitt af viti, hinsvegar eru dekkin aðeins orðin fúin, en það er ekkert alvarlegt. það er nýbúið að skipta um olíur á öllu!! gírkassa, millikassa, drifum, vél og svona gotterý. bíllinn er mjög góður í snjó og gefur stóru jeppunum ekkert eftir nema þá kannski þar sem kraftinn vantar.

bíllinn er ekin 140þús km frá upphafi, hann er búinn spil tengi að framan og aftan, dráttarkúla er í spiltengi að aftan og dráttarkrókur er í spiltengi að framan. það eru festingar fyrir drullutjakk að framan og aftan, brúsagrind er á skotthleranum á honum fyrir tvo 20ltr brúsa. svo er sérsmíðað 2.5" púst undir honum. þetta er ábyggilega með mest breyttu súkkunum á landinu, þá af stuttum súkkum. búið er að styrkja klafirnar öðrumegin að framan, þyrfti að klára það hinumeginn líka. svo eru stigbretti á honum líka.

það er talstöðvarloftnet og toppgrind með skóflufestingu á toppnum á honum. það þarf að versla á hann ný frammbretti, grill og brettakanta (gamla var hent því það var ónýtt), var búinn að panta það en hef ekki enþá fengið það. flest allt í innréttingu fylgir með einsog sæti og svona.. en gólfteppið vantar, því var hent útaf það var ónýtt! upphaflega var ætlað að skipta innréttingunni í honum út fyrir annari sem væri í betra standi og sleppa svo að hafa aftursæti í honum og smíða skúffu þar í staðin sem hægt væri að geyma dót í, í ferðum. einnig fylgja honum nýjir Rallye 3000 Blue kastarar og aðrir nýjir kastarar að framan einnig. svo fylgja með ný vinnuljós aftaná bílinn líka.

ATHUGIÐ: bíllinn er á uppgerðar stigi, það er búið að spæna hann allan að innan og utan og er bíllinn tilbúinn fyrir ryðbætingar, ekkert mál að laga það sem þarf að bæta! og allt EFNI FYLGIR MEÐ til þess.. um er að ræða plötu af 0.8mm boddýstál og plötu af 2mm boddýstál fyrir bita og fleira. minnsta mál fyrir laghentan sem veit hvað hann er að gera. frábært tækifæri til að smíða alminnilegt leiktæki ef menn eru með góða aðstöðu til þess. bíllinn er ökufær nema að það vantar í hann sætin og það vantar á hann hurðarnar. búið er að pússa bílinn að hluta, þá eitthvað af gólfi innaní honum og eitthvað að utan. sílsarnir eru heilir á bílnum fyrir utan eina beyglu í bílstjórasílsa.

Verðhugmynd: HANN FÆST Á 100 ÞÚS KALL STAÐGREITT! FER EKKI NEÐAR EN ÞAÐ Í VERÐI það er búið að eyða góðum tíma í að koma þessum bíl í gott stand, og er það eiginlega allt búið nema að koma boddýinu í stand.

Skipti: NEI TAKK!

Upplýsingar fást í PM eða í síma 8247992 (Sigurður)


hérna eru nokkrar nýlegar myndir af honum, hann er reyndar meira rifinn núna.. kem með nýjar myndir vonandi í kvöld




Kv. Sigurður Helgason

MMC Lancer 1.3 GLXi '99
Kia Sorento 2.5 EX Diesel '07
Mercedes Benz C230 Kompressor Sport '03