Sælir félagar.
Það er gaman að sjá þessa mynd af fyrstu uppákomu KK, ég man eftir því að ég og nokkrir félagar mínir fórum þetta sama ár á sýningu KK sem þá var haldin á planinu á bak við "Hótel Esju" nú Hilton Hotel.
En aftur að hópakstrinum.
Þetta er að mér sýnist Nova sem að Hjörleifur Hilmarsson átti.
Þessi bíll er kominn undir græna torfu fyrir þó-nokkuð löngu síðan.
Hjörleifur keppti í götubílaflokki á bílnum 1982-3 og varð Íslandsmeistari og methafi.
Ég man ekki alveg tímann á honum en mig minnir að það hafi verið 12,6?sek, sem þótti mjöööög gott í þá daga.