Author Topic: Opel Astra 1.6, 2000árg, ekinn 96þ, 17"chromefelgur  (Read 1686 times)

Offline gardara

  • In the pit
  • **
  • Posts: 84
    • View Profile
Opel Astra 1.6, 2000árg, ekinn 96þ, 17"chromefelgur
« on: March 07, 2008, 11:00:47 »
Jæja ég hef ákveðið að selja Östruna mína.

Þetta er s.s. Opel Astra árg 2000.
1.6L vél og 101 hestafl.
Ekinn 96þús km.
Bíllinn er beinskiptur.
Bíllinn er silfurlitaður og með svörtu frekar smekklegu áklæði.
Bíllinn er með 08 skoðunarmiða.
Bíllinn er núna á grófum vetrardekkjum og orginal koppum en á 17" akuza 324 T chromefelgum og low profile dekkjum á sumrin (sjá neðar í auglýsingu).

Ég er frekar lítið búinn að þurfa að gera við hann þar sem hann hefur ekkert verið að bila hjá mér. Bíllinn er tiltörulega nýsprautaður að miklu leiti. Ásamt því að það er nýr rafgeymir í honum, ný tímareim (skipt um fyrir u.þ.b. 10þ km), nýjum stýrisenda og hjörulið vinstra megin að framan.
Bíllinn kemur með glænýjum stuðara að framan. Ég lenti í því "skemmtilega" óhappi að það var einhver sem keyrði utan í bílinn og keyrði svo í burtu, svo að ég keypti nýjann stuðara úr egin vasa.

Bíllinn er ekkert farinn að ryðga eða þess háttar og bara í frekar góðu ástandi.

Bíllinn er bara yfir höfuð búinn að reynast vel og alveg ótrúlegt hvað tankurinn í honum endist (hefur komið fyrir að hann framleiði bensín).


Viðmiðunarverð hjá bgs er eitthvað rétt undir 600þ kallinum en það miðast náttúrulega við algerann grunn bíl án rafmagns í rúðum, speglum og þess háttar. En minn er með rafmagn í rúðum og rafmagn og hita í speglum ofl.

Set 600þús á bílinn, sem ég tek bara vera nokkuð gott verð miðað við það að bíllinn er í toppstandi og með nýja tímareim og þetta sem ég taldi upp hér að ofan. En auðvitað má gera mér einhver tilboð.

Hægt er að fá bílinn með 17" akuza 324 T chromefelgum og low profile dekkjum. Felgurnar og dekkin keypti ég sumarið 2006 og hef bara verið með þær undir bílnum á sumrin. Felgurnar hafa fengið rosalega góða meðferð, hafa alltaf verið nýbónaðar og glansandi hjá mér. Dekkin eru líka mjög heil.
Ég borgaði um 180þús fyrir felgurnar + dekkin á sínum tíma. Með chromefelgum/dekkjum set ég 700þús á bílinn.

Hægt er að hafa samband við mig með því að senda einkaskilaboð hérna og á netfangið gardar@giraffi.net



Hérna koma nokkrar myndir af bílnum sem voru teknar sumarið 2007.

Á myndunum er bíllinn með '06 skoðunarmiða og á þær vantar lok í stuðarann, ásamt því að það vantar opel merki á hann að framan.
Þetta er allt búið að laga, komið lok í stuðarann, komið á hann opel merki og ný númeraplata ásamt ramma að framan (já bíllinn var skoðaður '06 og svo ekki fyrren '08 ).
Ég get tekið myndir af bílnum eins og hann lítur út núna á vetrardekkjum, innan úr bílnum eða eitthvað eftir pöntun, látið mig bara vita.










« Last Edit: June 24, 2012, 20:45:47 by gardara »
1991 Chevrolet Camaro Z28
2000 Opel Astra 1.6 [ TIL SÖLU ]