Kvartmílan > Aðstoð
Skrítið hljóð í fjórhjóladrifinu....
torrio:
Er á nissan patrol 98 breyttum á 38. Ætlaði að forvitnast hvort einhver gæti hjálpað mér.Málið er það að þegar ég skelli honum í fjórhjóladrifið og er búinn að keyra smá spotta kemur bank og bíllinn kippist aðeins til.Svo líður smástund,ca 30 sek þá kemur þetta aftur og gengur svoleiðis þar til ég tek hann ú 4x4.. Hefur einhver hugmynd um hvað þetta er????
Sigtryggur:
Er að lenda í því sama með Explorer Sportrack :smt102
User Not Found:
Ég var með gmc pickup með stuttu 10 bolta framhásingunni og annar öxullinn gékk alltaf aðeins út ónýtt c splitti inní hásingunni en hann lét svipað var í fínu lagi í afturdrifinu en þegar ég setti í 4x4 þá átti hann til að smella í framdrifinu og var sérstaklega leiðinlegur í beygjum.
Þetta gæti verið eithvað svipað
Gizmo:
það eru ónýtar driflokur hjá þér, þú gætir reddað þér með því að víxla þeim þar sem þær slitna meira í aðra áttina. Best væri þó að setja nýjar.
Sigtryggur:
--- Quote from: "Gizmo" ---það eru ónýtar driflokur hjá þér, þú gætir reddað þér með því að víxla þeim þar sem þær slitna meira í aðra áttina. Best væri þó að setja nýjar.
--- End quote ---
Nú eru nákvæmlega sömu einkenni í Sporttrackinum hjá mér,og ekki er hann með driflokur.Hann snýr alltaf framskaftinu svo að hann er bara að skifta í millikassanum.Einhverjar fleiri tillögur Gizmo?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version