Fyrir 26 árum varð lítið umferðaróhapp, þar sem þessi bíll kom við sögu. Ég get ekki skilið af hverju
Gróa þarf að viðhalda einhverri sögu um þetta tilvik.
Það er ekki eins og þarna hafi orðið öðruvísi óhapp en við sjáum á hverjum degi, og ekkert óeðlilegt
við það að bíll lendi í einu óhappi á sinnum 40 ára ferli.
Bíllinn er greinilega í góðum höndum eins og er, og er það bara gott. Þegar hann kom til Ísafjarðar þá var hann rauður,
ég heyrði á sínum tíma að hann hafi verið sprautaður gulur (get ekki staðfest það) síðan Svartur, næst Grænn og síðan aftur rauður.
Ég á nokkrar myndir það getur vel verið að ég hendi þeim hér inn. En fyrir alla muni
ekki vera með einhverjar kjaftasögur hvorki hér né annarstaðar. Það hefur ekkert með blygðunrasemi eða fílu að gera.