Author Topic: Van´s á íslandi  (Read 102173 times)

Offline Kowalski

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 331
    • View Profile
Re: Van´s á íslandi
« Reply #80 on: July 24, 2010, 18:04:41 »
Þessi hrikalega flotti Chevy Van brann aðfaranótt föstudags. Nýlega kominn á götuna eftir eins og hálfs árs uppgerð.



"Eldur kom upp í húsbíl sem stóð inni í skúr á baklóð við Skagabraut 21 á Akranesi í nótt. Nágranni varð var við mikinn reyk frá húsinu um klukkan 01:30 og kallaði til aðstoð. Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar gekk vel að ráða niðurlögum eldsins og draga bílinn út. Húsbíllinn er gjörónýtur eftir brunann og skúrinn og ýmis tæki eru mikið skemmd af hita og reyk. Eldurinn náði þó ekki að læsa sig í innviði hússins. One Seven bíll slökkviliðsins sannaði enn og aftur áhrifamátt sinn í þessum bruna. Fulltrúar tryggingafélagsins meta nú skemmdir á húsinu, bílnum og innbúi sem var að magni til eins og á litlu bifreiðaverstæði.

Eigendur hússins og bílsins sem brann eru hjónin Hlynur Eggertsson vélvirki og Jóhanna Lýðsdóttir. Fyrir þau bæði er tjónið á bílnum tilfinningalegt auk þess auðvitað að vera fjárhagslegt einnig. Bíllinn er af gerðinni Chevrolet ChevyVan árgerð 1972. Saga þessa bíls er í stuttu máli sú að fyrstu árin var hann lögreglubíll í Keflavík og sendibíll áður en þau hjón keyptu hann í ársbyrjun 1979. “Þú getur rétt ímyndað þér, ég var bara 23 ára þegar ég kaupi bílinn og breytti honum þá í húsbíl með ýmsum innréttingum sem þá þekktust jafnvel ekki í húsbílum. Hann fer síðan á götuna 1980. Síðan höfum við átt bílinn og í honum liggja þúsundir vinnustunda. Fjórum sinnum á þessum rúmu 30 árum hef ég gert hann upp og er nýbúinn að taka hann alveg frá grunni, var að dunda við það hálft annað síðasta ár. Í honum höfum við farið ótal skemmtiferðir og meðal annars sex sinnum í Evrópureisur,” sagði Hlynur í samtali við Skessuhorn í morgun.

Hann segir að í gærkvöldi hafi hann verið að undirbúa ferð vestur á firði en þangað fer Fornbílaklúbburinn í stóra ferð í dag. Voru þau hjón búin að setja allt ferðadót sitt í bílinn og einungis eftir að aka af stað. Hlynur segir það hafa verið hreina tilviljun að hann var ekki búinn að setja annan fornbíl inn í skúrinn, en sá stóð úti á hlaði glansandi fínn af gerðinni Imperial árgerð 1962. Þann bíl hefur Hlynur einnig gert upp."


"Hlynur við bílinn sem ekki verður gerður oftar upp."
 
Egill Arason

1995 Chevrolet Camaro Z28

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Van´s á íslandi
« Reply #81 on: July 24, 2010, 19:05:15 »
Hrikalegt að sjá :smt088
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline bluetrash

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 501
  • .........AND ON THE 8TH DAY GOD CREATED RED NECK'S
    • View Profile
Re: Van´s á íslandi
« Reply #82 on: July 24, 2010, 19:30:25 »
Þetta er rosalegt að sjá fyllsta samúð til eiganda segi ég nú bara :shock:

En á einhver til myndir innan úr honum fyrir bruna  :-( Langar að sjá hvernig hann var búinn að innan  :roll:

Offline gardari

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 165
    • View Profile
Re: Van´s á íslandi
« Reply #83 on: April 30, 2011, 04:52:02 »
en Golden Bird man einhver eftir honum var í kef, kringum '83-'85ca stuttur gull litaður chevy að mig minnir var her á svipuðum tima Bandido var í sandgerði kom einhver Della á þessum tima við bræður áttum einn samann GMC stórann 350 eithvað klæddur að innan bekkur og rúm en er allveg horfin Ö4911 var númerið ef einhver kannast við Gemsann :D

Sprautaður á AK af SMS.






Eru ekki til fleiri myndir af þessum?
Garðar Ingi Steinsson

´80 Pontiac Trans Am

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Re: Van´s á íslandi
« Reply #84 on: May 05, 2011, 22:28:05 »
Þessi hrikalega flotti Chevy Van brann aðfaranótt föstudags. Nýlega kominn á götuna eftir eins og hálfs árs uppgerð.



"Eldur kom upp í húsbíl sem stóð inni í skúr á baklóð við Skagabraut 21 á Akranesi í nótt. Nágranni varð var við mikinn reyk frá húsinu um klukkan 01:30 og kallaði til aðstoð. Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar gekk vel að ráða niðurlögum eldsins og draga bílinn út. Húsbíllinn er gjörónýtur eftir brunann og skúrinn og ýmis tæki eru mikið skemmd af hita og reyk. Eldurinn náði þó ekki að læsa sig í innviði hússins. One Seven bíll slökkviliðsins sannaði enn og aftur áhrifamátt sinn í þessum bruna. Fulltrúar tryggingafélagsins meta nú skemmdir á húsinu, bílnum og innbúi sem var að magni til eins og á litlu bifreiðaverstæði.

Eigendur hússins og bílsins sem brann eru hjónin Hlynur Eggertsson vélvirki og Jóhanna Lýðsdóttir. Fyrir þau bæði er tjónið á bílnum tilfinningalegt auk þess auðvitað að vera fjárhagslegt einnig. Bíllinn er af gerðinni Chevrolet ChevyVan árgerð 1972. Saga þessa bíls er í stuttu máli sú að fyrstu árin var hann lögreglubíll í Keflavík og sendibíll áður en þau hjón keyptu hann í ársbyrjun 1979. “Þú getur rétt ímyndað þér, ég var bara 23 ára þegar ég kaupi bílinn og breytti honum þá í húsbíl með ýmsum innréttingum sem þá þekktust jafnvel ekki í húsbílum. Hann fer síðan á götuna 1980. Síðan höfum við átt bílinn og í honum liggja þúsundir vinnustunda. Fjórum sinnum á þessum rúmu 30 árum hef ég gert hann upp og er nýbúinn að taka hann alveg frá grunni, var að dunda við það hálft annað síðasta ár. Í honum höfum við farið ótal skemmtiferðir og meðal annars sex sinnum í Evrópureisur,” sagði Hlynur í samtali við Skessuhorn í morgun.

Hann segir að í gærkvöldi hafi hann verið að undirbúa ferð vestur á firði en þangað fer Fornbílaklúbburinn í stóra ferð í dag. Voru þau hjón búin að setja allt ferðadót sitt í bílinn og einungis eftir að aka af stað. Hlynur segir það hafa verið hreina tilviljun að hann var ekki búinn að setja annan fornbíl inn í skúrinn, en sá stóð úti á hlaði glansandi fínn af gerðinni Imperial árgerð 1962. Þann bíl hefur Hlynur einnig gert upp."


"Hlynur við bílinn sem ekki verður gerður oftar upp."
 
Hrikalega er þetta leiðinlegt að sjá,ég man eftir þessum bíl þegar ég var innan við 10 ára gamall og Við vorum í ferðalagi með honum fyrir norðan,Hlynur og Pabbi eru góðir vinir og Hlynur fór oft á þessum bíl rúnt um Evrópu og kom þá alltaf við hjá Pabba í svíþjóð,sá þennan bíl hjá honum síðast sennilega 2004 einmitt úti í Svíþjóð,þessi bíll var kveikjan að minni van dellu og mjög sorglegt að sjá hann svona eftir alla vinnuna sem búið er að leggja í hann,að vera búinn að eiga bílinn í 30 ár og missa hann svona er held ég helvíti grátlegt,þó er það huggun að imperialinn hans var ekki inni í skúrnum því það er annar gullmoli sem ekki má missa,samhryggist þér Hlynur með bílinn,vonandi finnurðu þér aðra skel og endurgerir hann....

Hilmar B Þráinsson
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline vbg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 41
    • View Profile
Re: Van´s á íslandi
« Reply #85 on: May 06, 2011, 22:49:06 »
hef það eftir meistara hlyn að hann sé að gera vaninn upp eftir brunan
valdimar bjarni guðmundsson
caprice 83 í hvíld
pontiac lemans 70

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Re: Van´s á íslandi
« Reply #86 on: May 07, 2011, 09:41:21 »
hef það eftir meistara hlyn að hann sé að gera vaninn upp eftir brunan
Var einnig að heyra það,það er gaman að heyra að hann þrjóskist við að halda honum á lífi,verst bara hvað maður er búinn að henda mikið af hlutum sem hann hefði mögulega getað notað,það er orðið erfiðara en áður að finna hluti í þessa bíla...
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline Ingi Hrólfs

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
Re: Van´s á íslandi
« Reply #87 on: May 08, 2011, 14:33:24 »
Mig langaði til þess að kanna það hvort einhver vissi hvað hefði orðið um þennan van. Fastanúmer, EG-999
Ég átti þennan bíl 93-4 og seldi hann til Þorlákshafnar ef ég man rétt.
Veit einhver hvar hann er staddur í dag?
Í leiðinni langar mig til þess að votta eigendum þessa glæsilega van hérna fyrir ofan mína samúð. Þetta hlýtur að vera mikið áfall.

Kv
Ingi Hrólfs.

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Re: Van´s á íslandi
« Reply #88 on: May 14, 2011, 19:36:52 »
Ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að þessi bíll EG-999 sé bíll sem bróðir minn átti og merkilegt nokk brann 95 að mig minnir,og það merkilega er að Hlynur keypti hann af bróður mínum til að nota í sinn,er 90% viss að þetta sé sami bíll.....
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline 57Chevy

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 405
    • View Profile
Re: Van´s á íslandi
« Reply #89 on: May 15, 2011, 20:29:16 »
hef það eftir meistara hlyn að hann sé að gera vaninn upp eftir brunan
Var einnig að heyra það,það er gaman að heyra að hann þrjóskist við að halda honum á lífi,verst bara hvað maður er búinn að henda mikið af hlutum sem hann hefði mögulega getað notað,það er orðið erfiðara en áður að finna hluti í þessa bíla...

Get staðfest það að Hlynur er að gera bílinn upp, mart komið af hlutum en eitthvað vantar enn.
Það er hægt að nota boddýið, það var hægt að bjarga toppnum, en alt innaní bílnum var ónýtt.
Guðsteinn Oddsson
57Chevy210 2door Sedan (Project on long hold)
91Ford Econoline 38" (Ferðabíll)
78 TRANS AM Platinium Grey
78 Nova Custom (Feðgaprojectið)
80 Trans Am (Project on hold)

Offline Ingi Hrólfs

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
Re: Van´s á íslandi
« Reply #90 on: May 16, 2011, 19:45:18 »
Ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að þessi bíll EG-999 sé bíll sem bróðir minn átti og merkilegt nokk brann 95 að mig minnir,og það merkilega er að Hlynur keypti hann af bróður mínum til að nota í sinn,er 90% viss að þetta sé sami bíll.....
Takk fyrir þetta.
Það væri gaman að fá þetta staðfest, eru til einhverjar myndir af honum brunnum og er vitað hvers vegna hann brann?

Kv
Ingi Hrólfs

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Re: Van´s á íslandi
« Reply #91 on: May 16, 2011, 22:53:07 »
Ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að þessi bíll EG-999 sé bíll sem bróðir minn átti og merkilegt nokk brann 95 að mig minnir,og það merkilega er að Hlynur keypti hann af bróður mínum til að nota í sinn,er 90% viss að þetta sé sami bíll.....
Takk fyrir þetta.
Það væri gaman að fá þetta staðfest, eru til einhverjar myndir af honum brunnum og er vitað hvers vegna hann brann?

Kv
Ingi Hrólfs
Á ekki myndir af honum nei en sirka eins og bíllinn hans Hlyns bara hvítur og mattsvartur :cry:
Það var kveikt í honum og 35" econoline sem stóð við hliðina á honum,sökudólgurinn fannst aldrei...
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline Ingi Hrólfs

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
Re: Van´s á íslandi
« Reply #92 on: May 16, 2011, 23:27:11 »
Ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að þessi bíll EG-999 sé bíll sem bróðir minn átti og merkilegt nokk brann 95 að mig minnir,og það merkilega er að Hlynur keypti hann af bróður mínum til að nota í sinn,er 90% viss að þetta sé sami bíll.....
Takk fyrir þetta.
Það væri gaman að fá þetta staðfest, eru til einhverjar myndir af honum brunnum og er vitað hvers vegna hann brann?

Kv
Ingi Hrólfs
Á ekki myndir af honum nei en sirka eins og bíllinn hans Hlyns bara hvítur og mattsvartur :cry:
Það var kveikt í honum og 35" econoline sem stóð við hliðina á honum,sökudólgurinn fannst aldrei...
Hver djö...þetta var ágætis bíll þegar ég átti hann. Innréttaður með U-bekk, klæddur grænu plussi og body nokkuð gott.
Vona að brennuvargurinn finnist þótt langt sé um liðið.
Kv
Ingi Hrólfs.

Offline Steinn

  • In the pit
  • **
  • Posts: 72
    • View Profile
Re: Van´s á íslandi
« Reply #93 on: June 21, 2011, 22:30:55 »
Var að eignast þennann um daginn.

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: Van´s á íslandi
« Reply #94 on: June 21, 2011, 23:55:46 »
humm er þetta XT638


Quote from: us.is
Skráningarnúmer: XT638
Fastanúmer: XT638
Verksmiðjunúmer: 1GCEG25H5D7115265
Tegund: CHEVROLET
Undirtegund: VAN 20
Litur:Brúnn
Fyrst skráður:
Staða: Í lagi
Næsta aðalskoðun: 01.07.2013
C02 losun (gr/km): Ekki skráð
Eiginþyngd (kg): 2070
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Steinn

  • In the pit
  • **
  • Posts: 72
    • View Profile
Re: Van´s á íslandi
« Reply #95 on: June 22, 2011, 00:30:12 »
Passar

Offline Yellow

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 534
  • MOPAR & BMW !!!!!
    • View Profile
    • Facebook
Re: Van´s á íslandi
« Reply #96 on: June 22, 2011, 00:47:01 »
Hvað með Jómfrúina?
Gunnlaugur Berg Sturluson

Drauma Bílanir:
1969 Dodge Charger R/T 426 HEMI
1970 Chevrolet Chevelle SS 454
1968 Ford Mustang 390 FastBack 2+2

Offline catzilla

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 118
    • View Profile
Re: Van´s á íslandi
« Reply #97 on: June 29, 2011, 18:17:41 »


Einar Bergmann Sigurðarson
694-3255  773-5522
Mestmegnis Bens 307d 1983
Ford Fairmont 79
Willys cj2a 46 cj5 63

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Re: Van´s á íslandi
« Reply #98 on: June 29, 2011, 20:05:20 »
Er að íhuga að selja minn ef uppsett verð fæst,1977 stuttur gluggalaus,350/350 kolsvartur en undirvinnan hefði mátt vera betri,númer innlögð og óskoðaður,nýtt pústkerfi og á góðum heilsársdekkjum,fæst á 350 þúsund staðgreitt engin skipti......
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline hjalti_gto

  • In the pit
  • **
  • Posts: 88
    • View Profile
Re: Van´s á íslandi
« Reply #99 on: July 15, 2011, 03:13:04 »
Eflaust fáir sem hafa séð þessa þætti Hlemmavideo.
Smá Video klippa með mínum 79 Van.

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP1367

1979 Chevy VAN g20 sukkari
1985 Chevy Stepside 44"
1986 Chevy k1500
1986 GMC SierraClassic 38" " Bangsinn"
1995 MMC 3000GT VR4 Twin Turbo
2001 BMW 750i 5.4L  V12