Author Topic: Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum  (Read 5835 times)

Offline Steini

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 262
    • View Profile
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
« on: February 14, 2008, 00:56:19 »
Nokkuð góð mæting var á fundinn í Álfafell í kvöld og fjörugar umræður. Hér eru þær tillögur sem rætt var um á fundinum. Endilega spyrja ef eitthvað er óljósa.

Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
sem lagðar verða fram til atkvæðagreiðslu á næsta aðalfundi.

Að grunnflokkum verði skift upp í tvo hópa innan hvers undirflokks, þ.e. að til verði standardflokkur og modified.

Innan standardflokks verði mjög takmarkaðar breytingar leyfaðar, eingöngu verði leyft að nota powercommander og slipon og þá jetun í blöndungshjólum. Heimilt verði að breyta gírun og taka útstæða hluti af hjólun, þ.e. spegla, númerabracket o.þ.h.

Allar aðrar breytinar verði óheimilar.

Óheimilt verði að nota lengingar, strappa og hvern annan hjáparbúnað sem  ekki telst til hefðbundinar notkunar í götuakstri. Nota skal eingöngu dælubensín án íblöndunarefna.

Í mod flokkum verði allar breytingar leyfar nema notkun auka aflgjafa og prjóngrinda. Dekkjanotkun verði frjáls svo lengi sem dekk séu DOT merkt og ætluð til notkunar undir mótorhjól. Að menn geri grein fyrir rúmtaksbreytingum og færist til um flokka sem því nemur.

Að SD flokk verði verði breytt þannig að hann færist að 1300 cc. ( 4-8 strokka 1001 – 1300 cc )

Að nýr flokkur komi inn SE, 4-8 strokka 1301 – 1500 cc.

Að grein 5.1.1 lágmarks munsturdýpt hjólbarða sé amk 2mm að aftan og 2mm að framan.

Að keppendur verða að vera með lokaðan hjálm.

Skellinöðrur sem fara yfir 100 km hraða og keppendur í öðrum flokkum en skellinöðruflokki verða að vera í leðurfatnaði sem er viðurkenndur og ætlaður til bifhjólaaksturs. ( á eftir að útfæra nánar ).  

Að strappar sem notaðir eru til að strappa framdempara saman séu af viðurkenndri gerð ætlaðir í þessa notkun, boltaðir fastir en ekki kræktir, þannig að ef það slakar á þeim þá krækist þeir ekki af.   http://secure.mycart.net/catalogs/catalog.asp?prodid=2744216&showprevnext=1

Að öðruleyti skulu núverandi reglur standa óbreyttar.

Einnig kom fram ósk um að sandspyrnureglum hjóla verði breytt, þannig að kross og endurohjól keppi ekki á móti stórum götuhjólum ( tvíhjólum )
Tillaga er að hafa hjól að 700 cc ( 0 – 700 cc ) í einum flokki og annan flokk, stærri en 700 cc .

Einnig þarf að samræma sandspyrnureglur KK og BA ef báðir klúbbarnir eru með keppnir til meistara.

Ég finn reyndar engar sandspyrnuhjólareglur á heimasíðu KK.

En hér eru reglur BA. http://www.ba.is/keppnir_new/keppnisreglur_2007__2007-09__sandspyrna_ba_02_2007-09-08.htm


Að þrír nýjir 2 cyl. flokkar komi inn.

2 strokka að 1500cc  ( 0 – 1500 cc )
Breytingar á pústi leyfðar
Allar breytingar leyfðar á vél meðan rúmtak er innan flokks
Powercommander eða sambærilegt leyft
Nitro Bannað
Turbo Bannað
Hjólbarðar skulu vera dot merktir

2 strokka 1501 til 2000cc
Breytingar á pústi leyfðar
Allar breytingar leyfðar á vél meðan rúmtak er innan flokks
Powercommander eða sambærilegt leift
Nitro Bannað
Turbo Bannað
Hjólbarðar skulu vera dot merktir

2 strokka ofurhjól
Allar breytingar leyfðar
Hjólið skal standast eðlilegar kröfur um bremsur og annan öryggisbúnað samkvæmt öðrum reglum klúbbsins
Að öðruleiti er vísað til almennra keppnisreglna í mótorhjólaflokkum.

Ef þessir 2 strokka flokkar verða samþykktir þá detta 2 strokka hjól út úr gömlu flokkunum (SA, SB, CS ).


Offline PHH

  • In the pit
  • **
  • Posts: 66
    • View Profile
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
« Reply #1 on: February 14, 2008, 17:31:29 »
Þetta með standard flokk er svo sem ágætt, en mér finnst að það ætti að leyfa heilar flækjur, ekki bara slip-on.
Annars eru ansi margir sem koma ekki, því að sá sem er með flækjur en ekkert annað er ekki að gera mikið á móti hjóli sem er búið að breyta almennilega...

Og annað, ef að miðað er við 1300cc þá lendir 2007 Hayabusa í öðrum flokk en 2008 árg Busa og ZZR1400. Þá er orðin hætta á að ansi fámennt verði í hverjum flokk(allavegana í ljósi mætingar undanfarina ára)

Bara mín 2cent

Offline Steini

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 262
    • View Profile
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
« Reply #2 on: February 15, 2008, 01:00:40 »
Þetta atriði með að leyfa flækjur í standard flokki eða ekki var eitt af því sem rætt var  um bæði í nefndinni og á fundinum.
Verið er að setja þessa standard flokka inn til að reyna að fá nýliða inn í KK.
Hvernig ætli nýliði sem hefur aldrei spyrnt uppi á braut og kemur á standard hjóli eins og það kom úr verksmiðju, án powercommanders, án slipons, og án þess að vera með flækjur, lítist á að spyrna við mótherja sem er búin að vera að spyrna uppi á baut í 1-2 ár eða meira með powercommander með slipon og með flækjur.
Ég er hræddur um að hann yrði flengdur svo gjörsamlega að hann kæmi aldrei aftur.

Það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis, en þessir standard flokkar eru hugsaðir þannig að þeir séu fyrir byrjendur. Gömlu flokkarnir eru þarna ennþá. Okkur fannst eðlilegra að þeir sem hafa verið að spyrna og eru komnir með reynslu, horfi fram á veginn og takist á við ný markmið, heldur en á láta það bitna á byrjendum.
...
Varðandi hámarks stærð í SD flokki er það að segja, að fyrsta tillagan var um að hafa hann 1001 cc – 1500 cc.  Þá var farið að tala um t. d. þá sem eiga Kawasaki ZX12R árg. 2006, þeir eiga ekki séns í fjórtán Kawann og 2008 Busuna og mundu ekki koma.
Þá var ákveðið að hafa flokkinn 1001 – 1400 cc. Þá fóru þeir sem eiga eldri Busur að segja að þeir hafi ekki séns í fjórtán Kawann og 2008 Busuna. Þá var ákveðið að hafa tillöguna 1001 – 1300 cc.

Það er líka spurning hvort keppendur í flokkum séu fáir vegna þess að flokkar eru orðnir of margir eða vegna þess að fólk sér að það hefur ekki nokkurn möguleika á að ná verðlaunasæti.

Ég biðst afsökunar á þessum stutta fyrirvara, með fundinn.

Gaman hefði verið að fá fleiri tillögur. En núna er tækifærið til að senda inn tillögur fyrir aðalfund 2009 á meðan þið eruð fersk og nýbúin að hugsa hvað betur má fara.

Steini.

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
« Reply #3 on: February 15, 2008, 10:32:57 »
Það eru alltaf kostir og gallar við allt sama hvað er. Eins og það að það hafa verið fáir keppendur og fáir flokkar spurning hvort standard/byrjendaflokkur gefi okkur séns á endurnýjun í sportinu nú ef ekki þá einfaldlega verður ekki kept í þeim og kanski engin skaði skeður það þurfa að vera 3 skráðir keppendur til að keppt sé í flokknum.

Ég persónulega hef ítrekað fengið þau svör hjá hjólafólki að það hafi ekkert upp á braut að gera vegna þess að það séu mikið breitt hjól í flokkunum sem fyrir eru.
Nú ef þetta verður samþykkt þá er hægt að benda á að flokkar séu til fyrir byrjendur og þá sem vilja prófa að vera með.


Svo verð ég persónulega að þakka Unnari fyrir frábæra hugmynd sem mér finnst að eigi að framkvæma.
Hann sagði að hann væri til í að halda svona kennslu dag fyrir byrjendur, kenna á ljósin og allt það sem þarf að hugsa út í þegar verið er að keppa held að það gæti virkað fínt sem hvatning á fólk að prófa :smt023
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline PHH

  • In the pit
  • **
  • Posts: 66
    • View Profile
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
« Reply #4 on: February 15, 2008, 19:39:21 »
Quote from: "Steini"
Þetta atriði með að leyfa flækjur í standard flokki eða ekki var eitt af því sem rætt var  um bæði í nefndinni og á fundinum.
Verið er að setja þessa standard flokka inn til að reyna að fá nýliða inn í KK.
Hvernig ætli nýliði sem hefur aldrei spyrnt uppi á braut og kemur á standard hjóli eins og það kom úr verksmiðju, án powercommanders, án slipons, og án þess að vera með flækjur, lítist á að spyrna við mótherja sem er búin að vera að spyrna uppi á baut í 1-2 ár eða meira með powercommander með slipon og með flækjur.
Ég er hræddur um að hann yrði flengdur svo gjörsamlega að hann kæmi aldrei aftur.

Það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis, en þessir standard flokkar eru hugsaðir þannig að þeir séu fyrir byrjendur. Gömlu flokkarnir eru þarna ennþá. Okkur fannst eðlilegra að þeir sem hafa verið að spyrna og eru komnir með reynslu, horfi fram á veginn og takist á við ný markmið, heldur en á láta það bitna á byrjendum.
...
Varðandi hámarks stærð í SD flokki er það að segja, að fyrsta tillagan var um að hafa hann 1001 cc – 1500 cc.  Þá var farið að tala um t. d. þá sem eiga Kawasaki ZX12R árg. 2006, þeir eiga ekki séns í fjórtán Kawann og 2008 Busuna og mundu ekki koma.
Þá var ákveðið að hafa flokkinn 1001 – 1400 cc. Þá fóru þeir sem eiga eldri Busur að segja að þeir hafi ekki séns í fjórtán Kawann og 2008 Busuna. Þá var ákveðið að hafa tillöguna 1001 – 1300 cc.

Það er líka spurning hvort keppendur í flokkum séu fáir vegna þess að flokkar eru orðnir of margir eða vegna þess að fólk sér að það hefur ekki nokkurn möguleika á að ná verðlaunasæti.

Ég biðst afsökunar á þessum stutta fyrirvara, með fundinn.

Gaman hefði verið að fá fleiri tillögur. En núna er tækifærið til að senda inn tillögur fyrir aðalfund 2009 á meðan þið eruð fersk og nýbúin að hugsa hvað betur má fara.

Steini.


Allavegana frá mínum bæjardyrum séð, skiptir púst og PC mikklu minna máli en lengingar, lækkun og rafskiptir.

Ég er bara rosalega hræddur um að með svona skiptingu, eins og lögð er til þá verði ekki nægjanlega mörg hjól í hverju flokki til að ná einhverri keppni. Það er alveg glatað ef að 3 eða færri mæta í hvern flokk...

Ræddu menn ekkert um 8.90  9.90  10.90 flokka? Ég hef alltaf verið svoldið heitur fyrir þeirri skiptingu, því að þá getur maður á gamalli 1100 súkku keppt við nýlegt 600 hjól á jafnréttisgrundvelli osfr...

Offline PHH

  • In the pit
  • **
  • Posts: 66
    • View Profile
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
« Reply #5 on: February 15, 2008, 19:44:20 »
Quote from: "Hera"
Það eru alltaf kostir og gallar við allt sama hvað er. Eins og það að það hafa verið fáir keppendur og fáir flokkar spurning hvort standard/byrjendaflokkur gefi okkur séns á endurnýjun í sportinu nú ef ekki þá einfaldlega verður ekki kept í þeim og kanski engin skaði skeður það þurfa að vera 3 skráðir keppendur til að keppt sé í flokknum.



Ef ég man rétt, þá hefur verið keyrt en ekki gefin stig til íslandsmeistara ef  færri en 3 mæta.

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
« Reply #6 on: February 15, 2008, 19:48:35 »
flækjur eru að mínu mati í sama sæti og powercommander.. þú ferð ekki í það nema þú ætlar að breyta hjólinu og þar með ertu þá að eltast við standard hjól eða ertu kominn meira útí að vilja auka hö?

standard er eitthvað sem maður fær fjöldaframleitt í þeirri útgáfu og er ekki ætlað að því sem beturbætt.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Steini

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 262
    • View Profile
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
« Reply #7 on: February 15, 2008, 22:53:53 »
PHH

Aðeins þær tillögur sem bárust voru ræddar.
Engar tillögur um 8.90 9.90 10.90 flokka bárust.
Steini

Offline bandit79

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 118
    • View Profile
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
« Reply #8 on: February 16, 2008, 03:20:36 »
Quote
Skellinöðrur sem fara yfir 100 km hraða og keppendur í öðrum flokkum en skellinöðruflokki verða að vera í leðurfatnaði sem er viðurkenndur og ætlaður til bifhjólaaksturs. ( á eftir að útfæra nánar ).


Ég ætlaði að mæta á fundinn en ruglaðist á dagsetningu  :oops:  En mín skoðun er að flestar skellinörðrur/vespur/minibikes ( vel tjúnaðar) eru varla að ná yfir 110km/t út 1/4 míluna... þess vegna finnst mér að leðurfatnaður ætti EKKI að vera skylda fyrir "50ccm" flokkinn. Þetta eru flest allir ungir ökuþórar sem eru að prufa sig áfram í þessu og það eru ekki margir sem hafa efni á komplet leðurdressi fyrir þetta áhugamál. Gore-texið eða annar fatnaður ætti að vera nægilegt í þessum flokki. Maður er ekki beint prjónandi né spólandi afstað frá startinu á svona tækjum  :lol:

Þannig að þessa 100km/t reglu mætti fella niður og EKKI hafa leður-skyldu í létt-bifhjóla flokkinum. (en þó auðvitað annan verndar-fatnað)

En þetta er auðvitað mín skoðun... vonandi tekur fólk þessu vel
Helgi Svanur Bjarnason
"Scooter tuning is not a crime!"
Tune-kits og varahlutir fyrir vespur og skellinöðrur minibike@simnet.is

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
« Reply #9 on: February 16, 2008, 12:02:31 »
ef þeir fara ekki yfir þessa 100 km þá eru þeir ekkert skyldaðir í leður þannig skyldist mér á þessu svo ef menn eiga að tjúna nöðrur þá ættu þeir að eiga efna á að tjúna sig upp í rétt föt

svo þeir geta nota allan löglega bifhjóla galla búnað sem er ætlaður til notkunar á bifhjóli hvort sem við erum að tala um torfæru eða hippa eða racer á þessum létt nöðrum
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Steini

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 262
    • View Profile
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
« Reply #10 on: February 16, 2008, 12:14:57 »
Skellinöðrur.
Eins og tillagan er þá þarf leðurfatnað ef farið er yfir 100 km hraða.
Ef hjól fara yfir þennan hraða er hægt að gíra hjólið öðruvísi ( skipta um tannhjól )
Lægri gírun, þá ná hjólin ekki eins miklum hraða en eru sneggri í hámarkshraðann.
Það getur veriið að það komi betur út á þessum 402 metrum. ( ¼ míla )
Þetta er eitthvað sem hver og einn þarf að prófa sig áfram með á sínu hjóli.

Öryggisbúnaður hjólamanna ( hjálmur, leðurföt, skór,  hanskar ) er það eina sem getur bjargað ef ílla fer. Við höfum engin bílbelti  ekki loftpúða  ekki veltibúr.  
Skellinöðrur eru flestar smíðaðar fyrir um 5 hestafla mótor og um 50 km hámarshraða.
Svo skilst mér að verið sé að setja 26-28 hestafla breytingu í mótor með hámarkshraða yfir 100 km hraða.
Flest hjólin ( grind, dekk, felgur, hjólalegur, demparar ) eru ekki smíðuð fyrir þetta afl og þennan hraða.

Tillagan er um að prófa þetta í sumar og sjá hvernig það kemur út.
Ég veit að þetta eru nokkuð strangar reglur, og leðurfatnaður er dýr.
Ef þetta gengur ekki þá er hægt að breyta þessu fyrir sumarið 2009.
Steini

Offline bandit79

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 118
    • View Profile
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
« Reply #11 on: February 16, 2008, 15:03:21 »
Quote
Skellinöðrur eru flestar smíðaðar fyrir um 5 hestafla mótor og um 50 km hámarshraða


Sem er svo rangt hjá þér ... þær eru innsiglaðar í niður í 50km/t vegna EEC stöðlum sem gilda fyrir evrópu markað. Þær fara frá 80-100km/t beint úr verksmiðju og er vel hannaðar fyrir öflugari breytingar. Sem dæmi þá er RS50 hjólið mitt með nánast sömu grind og RS125. Þessar 26-28 HP tölur eru soldið ýktar og það þarf geðveika stillingu og allt þarf að smella samann til að ná þessum tölum. Býst við að algjört hámark er um 15-18 HP fyrir þær nöðrur sem er hér á landi .. því ég er búinn að hjálpa nokkrum að þeim með að redda hlutum sem koma á míluna í sumar.

En auðvitað eru reglur hugsaðar fyrir öruggi hjólamanna og ég ber fulla virðingi fyrir þeim... EN mér fynnst leðurfatnaður fyrir nöðrur vera aðeins of mikið af því góða.. hef verið í þessu í bráðum 14 ár og aldrei notað leður.

Það má samt búast við mikilli mætingu í 50ccm flokkinn í ár! :D (betra en síðasta ár þar sem 4 mættu í mesta lagi á hjólamíluna.)
Helgi Svanur Bjarnason
"Scooter tuning is not a crime!"
Tune-kits og varahlutir fyrir vespur og skellinöðrur minibike@simnet.is

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
« Reply #12 on: February 16, 2008, 16:30:45 »
Tillaga samþykkt
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline burger

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 467
    • View Profile
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
« Reply #13 on: February 16, 2008, 18:34:01 »
Ég er einn af þessum sem ætla að reyna að mæta a sem flestar keppnir og æfingar  :D

og ég hef bara varla efni á leðurbuning fyrir nöðruna og ef ég myndi kaupa leddara hefði ég ekki efni á tuni í hjólið :(

þannig þá myndi ég ekki mæta vegna þess hjolid fer bara upp i 80 eda ca 85 mestalagi sem er ekkert hratt og væri því heila eilífð ut 1/4 miluna  :x


svo er leðurbuningur aðeins komin út í öfgar á skellibjöllu vegna þess að þær fara ekki hratt en hafa ágæta upp hröðun,svo er bara beint út of mikið að vera í fullum leðurgalla  :roll:

svo ég var að hugsa hvort svo bakkbrynja eða peysu brynja með öllum hlifum nyrnabelti olboga axlar bak og bryngu hlifar væri nóg og svo eitthverja sterkar buxur td goretex og svo vera í þykkri peysu eða eitthverju utan yfir peysubrynjuna og svo mx eða götuhjóla skó svo auðvitað hjálm og hanska!!

fengi maður að keppa í þessu outfitti???


annars hlakkar mig til mílurnar í sumar og verða þar nokkrar svaka nöðrur í sumar og margar :twisted:  :twisted:
Sigurbergur Eiríksson

rieju smx 2004 BlUe edition :D pro

Quote from: "Leon"
Quote from: "Camaro-Girl"
hian eð tij soli ogher itor l aKShofn
:smt030  :smt024

ahaha :D svona gerist ef maður drekkur og spjallar á netinu :D;)

Offline Steini

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 262
    • View Profile
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
« Reply #14 on: February 17, 2008, 22:53:12 »
Bandit79

Ég er ekki að segja að hjólið þitt geti ekki verið öruggt á 150 km hraða.

Þegar verið er að útbúa reglur þá er reynt að gera það eftir bestu getu, og reynt að taka alla hugsanlega möguleika með.

Á síðustu árum hefur verið flutt inn mikið af skellinöðrum frá Kína, bæði með vespu útliti og með hefðbundnu útliti. Eru þessi hjól örugg á yfir 100 km hraða.
Ég er ekkert að setja út á kínversku hjólin en tek þau sem dæmi.

Af minni hálfu er þessari umræðu lokið.

Steini

Offline bandit79

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 118
    • View Profile
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
« Reply #15 on: February 18, 2008, 20:27:36 »
Svosem ekkert að kvarta .. bara að láta mína skoðun í ljósið :) Skil þessar reglur vel og mun að sjálfsögðu virða þær. Er nú þegar búinn að finna ágætis leðurgalla fyrir eithvern 43.000,- sem er þónokkuð ódýrara en hér heima.

En sjáumst hressir á míluni :)
Helgi Svanur Bjarnason
"Scooter tuning is not a crime!"
Tune-kits og varahlutir fyrir vespur og skellinöðrur minibike@simnet.is

Offline VRSCD

  • In the pit
  • **
  • Posts: 50
    • View Profile
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
« Reply #16 on: February 18, 2008, 23:27:03 »
flott fram lag með 2cyl flokkinn ég kem á HD í sumar nú verð ég að fara safna fyrir  VRXSE til að geta verið í ofur 2cyl :twisted:

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
« Reply #17 on: February 19, 2008, 08:54:39 »
Quote from: "VRSCD"
flott fram lag með 2cyl flokkinn ég kem á HD í sumar nú verð ég að fara safna fyrir  VRXSE til að geta verið í ofur 2cyl :twisted:


Safna hratt hlakka til að sjá þetta :wink:
Bara gaman að sjá að fleiri eru að koma inn  :!:
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline burger

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 467
    • View Profile
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
« Reply #18 on: February 19, 2008, 13:12:52 »
mig hlakkar ógeðslega til í sumar :D  :D  :D  :D



enn annars ef eg fer ekki yfir 100 km þá þarf eg ekki leður galla er þaggi?


ætla bara gíra hjólið niður þegar kittid og allt draslid er komid svo thad fari ekki yfir 100 km/h :P
Sigurbergur Eiríksson

rieju smx 2004 BlUe edition :D pro

Quote from: "Leon"
Quote from: "Camaro-Girl"
hian eð tij soli ogher itor l aKShofn
:smt030  :smt024

ahaha :D svona gerist ef maður drekkur og spjallar á netinu :D;)