Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Fyrir okkur GM karlana....

<< < (7/11) > >>

Chevy Bel Air:

--- Quote from: "bel air 59" ---Sá brúni/gyllti er á Akureyri núna, svartur með fasta nr. BI-026 og skr.nr A-1037
--- End quote ---


1971 Nova

maggifinn:
Kristján F   64'Nova

Firehawk:

--- Quote from: "Belair" ---en þessi man ekki eftir umræðu um hann en maður man ekki eftir öllum þráðum her  :oops:





--- End quote ---


Þetta er 1987 GTA.

Hann var fluttur inn af Bilabúð Benna ca. 88-89. Það var sett á hann þetta fiberhúdd sem passaði aldrei sérlega vel á hann. Hann staldraði stutt við í Reygíg og kom norður til Akureyrar og var þar sumarið 1990 og var þá í eigu Leifs Jónssonar sem vinnur í Kjarnafæði.

Vinur minn á Egilsstöðum kaupir hann svo af Leifi ca. 90-91. 1992 fer hann svo suður í nám í nokkur ár og tekur bílinn með sér.

Ca. 1998 fer mjög hress 350 vél í hann (áfram með TPI) sem Hafsteinn Valgarðs hafði græjað. Fljótlega eftir það settum við bílinn inn í skúr og tókum hann allann í sundur til að láta mála hann með bjartari hvítum lit. (það sá varla á bílnum) Ýmislegt flott dót var keypt í hann. td flottar 17" póleraðar álfelgur, lækkunargormar, 9" ford, strut bar, subframe connectors ofl. Einnig var græjað nýtt húdd með sérsmíðuðu scoopi hjá Impedus og skiptingin gerð mun sterkari.

Þegar við erum að setja bílinn saman tökum við eftir gulri slikju sem virtist vera í lakkinu. Haft var samband við lakkframleiðandan og sögðu þeir að galli hafi verið í grunninum frá þeim sem hafði komið upp í gegnum allt, en það væri í lagi að lakka aftur yfir bílinn. Bíllinn er því málaður með hvítu yfir aftur. Við byrjum að setja bílinn saman aftur en fljótlega sáum við gulu slikjuna birtast aftur. Nú voru góð ráð dýr þar sem vinur minn var að fara að flytja aftur til Egilsstaða eftir mjög stuttan tíma. Bíllinn var hreinsaður og málaður í þriðja skiptið, en tíminn var útrunninn. Bíllinn var fluttur austur í pörtum og hefur eigandinn haft í of mörgu að snúast (fjöslkylda, vinna og húsbyggingar) til að setja bílinn saman ennþá. Ég skoðaði bílinn síðasta sumar hjá honum og hann er allur sem nýr, bara að setja saman. Stefnan var tekin á að fara að klára bílinn í sumar. Ég ætla að reka á eftir honum og jafnvel skreppa austur og grípa aðeins í verkfæri með honum.  8)

Þessi bíll er sem sagt nánast óekinn og allur sem nýr...

...bara í pörtum.

-j

Sigtryggur:

--- Quote from: "10.39" ---Sælir félagar.
 
     Rauðbrúna Vegan no 5 átti Sigurður Magnússon félagi minn og er hann þarna á myndinni. Vegu þessa keypti hann norðan frá Akureyri og var með 350 Olds. og eldgamla Ford hásingu með Esab læsingu og virkaði mjög vel .
   
   Kom 2svar upp á braut í fyrra skiptið með bilað drif og spólaði hann út alla brautina þá.  Þennan bíl sprautaði hann svo gulan og setti sílsapústurrör og var með hann á sýningu í Kolaportinu 84-85 .

   Þessi bíll endaði ævina eins og svo margir á ljósastaur og sá ég hann
  síðast í Dalshrauninu í Hafnafirði í klessu á framan.

     Kv. Stebbi
--- End quote ---
Þarna held ég þú farir með rangt mál Stebbi!
Vegan sem Siggi lyng átti var miklu lægri að aftan og á 14" 4ra arma bita felgum (cragar/rocket).Þessi á mynd no.5 stemmir við Veguna hans Hadda áður en hann málaði hana þmt. felgur. 8)

Halldór Ragnarsson:
Qoute= Jæja, hér er ég á heimavelli... '67 Lemans/Tempest með vinyl topp :?:

Sæll,næstum því rétt hjá þér Kiddi,þetta var 66 með 67 grilli 350 12 bolta
2 gíra Powerslide
Halldór

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version