Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Fyrir okkur GM karlana....

(1/11) > >>

Kiddi:
Jæja.. ég er veikur heima og mér leiðist, en þá sérstaklega yfir því hvað er komið mikið af mustang leitarþráðum :lol:

En hvaða bílar eru þetta í dag eða hvað varð af þeim..??

Mér sýnist ég hafa hér Chevy II (nova), ekki mikið af þessu novu boddy sést upp á braut... Hvaða kvikindi er þetta  :)


Hvernig fór fyrir þessari "warlock" Vegu??


Hvað varð af gömlu vegunni hans Leifs?


Er þetta bíllinn sem bróðir Nonna Vett er og var með? Nonni hvað er með brósa??


Er þetta Þórður sjálfur?? Á Vegunni sinni :?:  :)


Er þetta ekki hideaway '69 RS/SS camaroinn sem ég talaði um um daginn... sjá ristar á húddi eða er þetta lofthreinsarinn eða já jafnvel hálskraginn á keppinautinum??  :)  ....


Þar hafið þið það  :roll:  :wink:  :wink:

Kristján Skjóldal:
þessi númer 1 er þetta ekki blæju rambler :?  mér fynst þetta vera blæju bill en er ekki viss með novu :?  :?:

Belair:
eg er sammala þer stjáni þetta er Rambler ekki nova

Kiddi:
Hva eru þið að rugla  :lol:

Sigtryggur:
Á mynd no.1 er bíll sem Bjarni Bjarnason fyrv. formaður eignaðist eftir að þessi mynd er tekin Honum var gefinn bíllinn en honum síðan stolið og ekki sést síðan svo ég hafi heyrt.Man eftir honum bak við timburskúr upp á Höfða þar sem var fyrirtæki sem gerði út jarðvinnuvélar,þar vann Haffi sem átti "stangastökkvarann"sem pabbi þinn átti áður.
Mynd no.2Held að Brynjar Gylfason (Pústmanns)hafi rifið Warlock Veguna,hún var víst orðin mjög ílla ryðguð.
Mynd no.3 Þekki ekki afdrif hennar,mynnir þó að hún hafi endað úti á landi og síðan rifin.
Mynd no.4Haraldur Haraldsson átti þessa.Haddi og Sigurjón bróðr hanns áttu "par"Novan hanns Sigurjóns var máluð eins.Óskar Einars(ÓE)keypti af Hadda,held að Haddi hafi keypt hann aftur nokkrum árum síðar á Skagaströnd þá ónýtan af ryði og rifið hann.
Mynd no.5Sami bíll og á mynd 4.
Mynd no.5Líklegast Y 43 RS clone.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version