Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
3 gen Trans am/ cragar ss "15
Anton Ólafsson:
--- Quote from: "57Chevy" ---Datt bara í hug að benda á þetta :lol: Fljótt á litið eru þær mjög líkar, en að sumu leiti mjög ólíkar. Appliance eru allar úr stáli, og bolta setninginn var bara ein. Cragar eru með felguhringinn úr stáli en miðjan er ál/magnisíum og götin fyrir felguboltana eru ílöng, til að hægt sé að nota þær á fleiri boltasetningar.Bara til fræðslu fyrir þá sem eru ekki jafn gamlir og ÉG. :twisted:
--- End quote ---
Þess má geta að þær felgur endast, þar sem miðjan er úr stáli. Smári er t.d með svona undir 70Mach 1-inum
Cragar-inn er eins og þú segir með ál miðju, og flagnar því krómið fljótt af miðjunum.,
Nema þú gerir eins og einn ákveðinn bónari, bónar bara felgurnar alltaf í hádeginu, þá eru þær í lagi.
Kiddi:
Ég átti einu sinni svona Appliance sett... Líka Rocket felgur... Man einhver eftir svoleiðis :) eða Superior :shock:
Anton Ólafsson:
--- Quote from: "Kiddi" ---Ég átti einu sinni svona Appliance sett... Líka Rocket felgur... Man einhver eftir svoleiðis :) eða Superior :shock:
--- End quote ---
Er rocket-inn ekki líka með helvítis álmiðjunum?
Kiddi:
Cragar og Rocket felgurnar eru með diecast, zinc eða einhvern steypubúðing fyrir miðjur held ég en það er ekki ál. Því þær eru ÞUNGAR :lol:
Rocket miðjurnar mínar eru með chrome pittings dauðans :lol:
Appliance felgurnar og Superior felgurnar mínar voru með plastmiðjum
snipalip:
Ok. þannig að þetta hljómar þá þannig að það sé nánast bara bullitproof að fá sér Cragar SS.
Ég var nú bara að spá í gömlu góðu 15 tommunni, en var að spá í hvaða breiddir myndu koma best út?
Eru það bara "8- 205/60 að framan og "10- 275/55 að aftan, eða eitthvað svipað?
Hvað segið þið um það, einhver með "reynslumyndaða" skoðun?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version