Jæja, þá er búið að rífa allt í spað......... og hann er farin að riðga slatta
Er búinn að taka skott, stuðara, ljós, hurðar, sílsakitt, innréttingu og teppi af bílnum. Hurðarnar eru illa farnar undir kittinu og gólfið við petalana er mjög illa farið (er horfið
)
Er einhver hérna sem á eða veit um hurðar og kannski frambretti á svona bíl ?
Eitt er víst að það verður allt tekið í gegn á þessum bíl......... seinkar kannski aðeins uppgerðartímanum
en verður vel þess virði
Læt Auðunn leðra stólana, hurðaspjöldin og mælaborðið (efstu plötuna), spurning með toppklæðninguna í kringum t-toppinn.
Felgurnar verða 18" og er að gera upp við mig hvort þær eiga að vera með svart eða gyllta miðju.
Hendi inn myndum fljótlega.......